3. til 7. október fóru 55 félagsmenn FEBK í afar vel heppnaða borgarferð til Krakow í Póllandi. Farið var í skoðunarferð um borgina. Sumir heimsóttu hinar frægu saltnámur og Auswich. Síðasta kvöldið borðuðu allir saman á flottum veitingastað.
Author Archives: febk
Fagnaður verður í Félagsmiðstöð Boðans 30. september kl. 14:00. Upplestur og gamanmál. Veitingar fyrir félagsmenn í boði FEBK, aðrir greiða 500 kr. Verið öll velkomin!
Fimmtudaginn 28. september kl. 17:00 til 18:00 verður haustlitaganga í Guðmundarlundi í leiðsögn Einars Skúlasonar. Hist á bílastæði við Guðmundarlund. Viðburðurinn er hluti af Íþróttaviku Evrópu.
Nú er lokið haustkynningum félagsmiðstöðva eldri borgara í Kópavogi. Þar var kynnt starfsemi í félagsmiðstöðvunum Gjábakka, Gullsmára og Boðanum á komandi vetri. Fjölmennt var á kynningunum á öllum stöðum og góður rómur var gerður að erindum. Margvíslegar tómstundir og klúbbar eru í boði og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Félagsmiðstöðvarnar eru…
Lagt var af stað í síðustu innanlandsferð sumarsins kl. 08:30 frá Gjábakka. Leiðsögumaður okkar var einn ferðanefndarmanna, Steini Þorvalds og Baldur Baldvins var fararstjóri. Farþegar að þeim meðtöldum og Einari bílstjóra voru 35 þar eð hótelpöntun okkar í Hótel Vík takmarkaðist við þann fjölda. Rútan sem var hálendisrúta rúmaði alls 40 og reyndist hin…