🔹🔹🔷🔹🔹
VINAFAGNAÐUR FEBAN OG FEBK
Föstudaginn 21. nóvember í sal FEBAN Dalbraut 4, Akranesi.
- Húsið opnað kl. 18:30
- Fordrykkur með harmonikkuleik félaga úr FHVV
- Veislumatur frá Galito
- Tamango leikur fyrir dansi
Miðaverð kr. 12.000 (rútufargjald innifalið). Skráning hér fyrir neðan. Send verður krafa í heimabanka.
Matseðill
- Grillað lambalæri, kryddjurtamarinerað
- Smjörsteikt kartöflusmælki
- Ristað rótargrænmeti
- Ferskt salat
- Brauð, tómatpestó og þeitt smjör
- Villisveppasósa & béarnaise sósa
Eftirréttur
- Súkkulaðikaka með vanilluís & kaffi
Uppselt er í ferðina.
Vorferð til Prag 11. – 15. maí 2026.
Í maí síðastliðnum fórum við í ferð til Prag sem tókst mjög vel og nú viljum við endurtaka ferðina. Margrét Halldórsdóttir verður farastjóri auk staðarsögumanns. Félagsmenn FEBK fá 10.000 kr. afslátt pr. bókun.
Verð frá kr. 159.900 á mann miðað við tvo fullorðna með afslætti.
Skráning hér fyrir neðan.
🔹🔹🔷🔹🔹
Farið verður af stað frá Gjábakka kl. 08:30, frá Gullsmára kl. 08:45 og frá Boða kl. 09:00.
Ekið verður að Þingvöllum, Lyngheiðina að Laugarvatni, að Sólheimum þar sem við snæðum hina þekktu og vinsælu Sólheimatómatsúpu, nýbakað brauð og döðlupestó/smjör. Uppáhelt kaffi á eftir og hjónasælubiti. leiðsögn verður um Sólheimahús, og síðan ekið að Eyrarbakka þar sem Lýður Pálsson sagnfræðingur leiðir hópinn um Byggðasafn Árnesinga og síðan Rjómabúið á Baugsstöðum. Heimkoma í Kópavog áætluð kl 16:00.
Verð kr. 11.000.
Stofnuð verður krafra í heimabanka með eindaga 1. október. Síðasti skráningardagur er 30. september.
Félagsmenn FEBK hafa forgang.
Ath. Uppselt er í ferðina.
Verð er kr. 12.000. Fargjaldið verður innheimt með kröfu í heimabanka. Innifalið í fargjaldi er rúta, súpa og brauð í hádeginu og aðgangseyrir að söfnum. Félagsmenn FEBK ganga fyrir í ferðina.
Ferðinni aflýst vegna ónógrar þátttöku.
Fimmtudaginn 25. september verður lagt af stað í safnaferð um Hvalfjörð. Fyrsti viðkomustaður er Miðsandur þar sem við skoðum safn um hvalveiðar við Ísland og braggahverfið.
Næst liggur leiðin að Hernámssetrinu að Hlöðum. Þar hittum við fyrir Gauja litla sem sýnir okkur safnið. Við fáum súpu og brauð á safninu.
Síðan verður ekið til Akraness í skoðunarferð um skagann og farið að vitanum og hann skoðaður. Félag eldri borgara á Akranesi tekur síðan á móti okkur í kaffi og kruðerí áður en haldið er aftur heim í Kópavog. Áætluð heimakoma um kl. 17:00. Steini Þorvaldsson er fararstjóri.
Teknir hafa verið frá miðar fyrir félagsmenn FEBK á söngleikinn Moulin Rouge! í Borgarleikhúsinu 15. október kl. 20:00. Rútugjald er innifalið í miðaverði. Rútan fer frá Boðanum kl.18:45, frá Gullsmára kl.19:00 og frá Gjábakka kl. 19:15. Miðaverð er kr. 15.000 sem innheimt verður með kröfu í heimabanka. Eindagi er 15. september. Félagsmenn FEBK hafa forgang við kaup á miðum.
Panta þarf miða hér fyrir neðan.
Söngleikurinn Moulin Rouge! gerist í París 1899 þar sem söngvaskáldið Christian kemur til borgarinnar í leit að innblæstri. Honum er tekið opnum örmum af bóhemum Montmartre sem vinna að söngleik sem þá dreymir um að verði settur upp í næturklúbbnum Moulin Rouge – Rauðu Myllunni. Christian slæst í lið með þeim en verður ástfanginn af stjörnu Myllunnar – hinni óviðjafnanlegu Satine, sem heillast af skáldinu unga. En gildi bóhemanna um frelsi, fegurð, sannleik og ást mega sín lítils í heimi þar sem peningar ráða og allt er falt. Klúbburinn er í fjárhagsvandræðum og eigandinn Harold Zidler sér engan annan kost en að leita til hins forríka og harðsnúna greifa af Monroth, jafnvel þó það kosti að Satine sjálf verði hluti af kaupunum.
Uppselt er á viðburðinn.
Ferðaáætlun í grófum dráttum:
24. júní. Þriðjudagur: Kl. 8:30 er brottför frá skrifstofu FEBK, Gullsmára 9. Stutt stopp í Borgarnesi, léttur hádegisverður hjá B&S Blönduósi, kaffistopp í Lystigarðinum á Akureyri. Gisting og kvöldverður á Hótel Narfastöðum í Reykjadal.
25. júní. Miðvikudagur: Eftir góðan morgunverð á hótelinu bíður okkar 250 km langur Demantshringurinn. Þrautreyndur leiðsögumaður mun leiða okkur með þennan stórkostlega hringveg og á Norðurlandi, þar sem finna má magnaðar náttúruperlur og landslag. Léttur hádegisverður verður snæddur á veitingahúsinu Vegg við Dettifossveg og síðan gisting og kvöldverður á Narfastöðum.
26. júní. Fimmtudagur: Kl. 9:00 er lagt af stað frá hótelinu áleiðis heim í Kópavoginn. Á leiðinni heim munum við, ef samkomulag næst um opnun, skoða Flugminjasafnið á Akureyri. Léttur hádegisverður bíður okkar hjá B&S á Blönduósi. Stoppum í Borgarnesi og heimkoma í Kópavog áætluð kl. 18:30.
Í boði eru 15 tveggja manna herbergi og 5 einstaklingsherbergi.
Verð:
Tveir í herbergi kl. 106.000 á mann.
Aukagjald fyrir utanfélagsfólk kr. 6.000.
Fimmtudaginn 12. júní verður farið í heimsókn í Kvikmyndasafn Íslands. Lagt af stað frá Gullsmára kl.13:30 og komið til baka kl. 15:00. Sameinast verður í bíla og því verður enginn ferðakostnaður.. Fararstjóri er Helgi Ágústsson.
Hálfs dags söguferð um Reykjanes með Jónatani Garðarssyni þriðjudaginn 27. maí.
Það er margt fróðlegt að sjá á Reykjanesi og Jónatan er hafsjór af fróðleik. Rútan leggur af stað frá Gullsmára kl. 10:00. Verð kr. 10.500. Hádegisverður á Sjómannastofunni Vör í Grindavik innifalinn.
Byrjað er á því að aka í áttina að Kleifarvatni og komið við í Seltúni og Krýsuvíkurkirkja skoðuð. Síðan er farið út á Suðurstrandarveginn og ekið í áttina að Grindavík með viðkomu á Þórkötlustaðanesi.
Á leiðinni verða Brimketill og Gunnuhver skoðaðir áður en haldið verður út á Reykjanestá. Þessu næst er ekið að Höfnum og litið á akkeri úr barkskipinu Jamestown sem strandaði 26. júní 1881.
Komið verður við á fleiri stöðum ef tími vinnst til. Ferðaáætlunin getur tekið breytingum eftir veðri og vindum.
Komið til baka í Gullsmára um kl. 16:30.
Einnig er hægt að skrá sig í ferðina á skrifstofu félagsins eða í síma 5541226 á mánudögum og miðvikudögum kl. 10:00-11:30. Fargjaldið er kr. 10.500 og verður innheimt með kröfu í heimabanka eftir skráningu.
Skráningu í ferðina er lokið.
Athugið! Í ferðum á vegum FEBK þurfa farþegar að vera færir um að geta komist leiðar sinnar óstuddir því alltaf þarf að ganga eitthvað í skoðunarferðum en gönguleiðir eru hvorki mikið á fótinn né mjög langar.
FEBK verður með þriggja daga ferð um sunnanverða Vestfirði. Gist verður í tvær nætur á Foss-hóteli á Patreksfirði. Við heimsækjum Selárdal, þar sem við skoðum safn listamannsins með barnshjartað, Samúels Jónssonar. Við svipumst um á heimaslóðum Gísla á Uppsölum. Heimsækjum Örlygshöfn, þar sem við komum við á Minjasafni Egils Ólafssonar. Heimsækjum stærsta fuglabjarg Evrópu, Látrabjarg.
Innifalið: Rúta, gisting, morgunverðir, tvær kvöldmáltíðir, þrisvar sinnum léttur hádegisverður, þrisvar sinnum kaffi og meðlæti og innifalin leiðsögn.
- Tveir í herbergi kr. 113.900 á mann
- Einn í herbergi kr. 145.000
- Aukagjald fyrir utanfélagsfólk kr. 6.000.
Skráningu í ferðina er lokið.
Prag, borg hinna 100 turna, hefur oft verið talinn falinn gimsteinn þar sem leiðir lágu frekar til stóru borganna í Vestur-Evrópu. Eftir fall austantjaldsins jókst ásókn í fegurðina sem Prag hefur að geyma og nú er hún með blómlegustu og vinsælustu ferðamannaborgum Evrópu. Borgin á mikla sögu en frá árinu 870 hafa íbúar upplifað innrásir og yfirtöku hinna ýmsu valdhafa ásamt flóðum og bruna og því þekkt fyrir úthald og varðveislu sem gefur borginni vissan karakter og gerir hana sjarmerandi og spennandi.
Prag er þekkt fyrir gömlu miðborgina með sínum þröngu strætum og fallegu torgum en hún er á heimsminjaskrá UNESCO, þar á meðal Kastalahæðin Hradcany og gamla borgin, Stáre Mesto, brúarhverfið Malá Strana og nýja borgin Nové Mesto. Hverfin í Prag hafa hvert sinn sérstaka sjarma og stemmningu en borgin er margbreytileg, forn og nútímaleg, rómantísk og farsæl og umfram allt heimsborg sem er vön að taka á móti ferðamönnum og kominn tími til að kynnast. Farið verður í skoðunar- og gönguferðir um borgina.
- Hótel: EA Hotel Downtown – Fjögurra stjörnu hótel á mjög góðum stað
- Ferðatilhögun: Flugtímar eru þægilegir. Flogið með Play til Prag sunnudaginn 18. maí kl. 15:00 og lent í kl. 20:50. Tekið er á móti hópnum úti á flugvelli. Flug heim frá Prag 22. maí kl. 21:50 og lent í Keflavík kl. 23:55.
- Innifalið í verði: Flug með Play, 20 kg. taska, hótel með morgunmat og rúta.
- Ekki innifalið: Skoðunarferðir og kvöldverðir eru greiddir sér.
- Fararstjóri fylgir hópnum allan tímann.
- Verð: Verð pr. mann í tvíbýli (twin) er kr. 155.700, viðbót fyrir einstaklingsherbergi, kr. 32.300.
- Ferðaskrifstofa: Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic ehf
Ekið um þær slóðir þar sem Agnes Magnúsdóttir dvaldi, ýmist sem vinnuhjú eða fangi, á meðan hún beið aftöku sinnar. Við skoðum sögusviðið í Langadal, Vesturhópi og á Vatnsnesi. Ferðumst tvær aldir aftur í tímann og setjum okkur í spor þeirra sem lifðu þessa atburði.
- Fjöldi í ferðinni er takmarkaður við 16 þátttakendur.
- Ferð þessi er í samstarfi við Arinbjörn Jóhannsson á Brekkulæk og er hann jafnframt bílstjóri í ferðinni.
- Verð kr. 72.000,-
- Sögufræðari og fararstjóri er Sigrún Valbergsdóttir.
- Innifalið: Akstur, gisting í tvær nætur, 2x morgunmatur, 2x hádegishressing, 2x kvöldverður og leiðsögn.
- Sögufræðari og fararstjóri er Sigrún Valbergsdóttir.
>>>>>> UPPSELT ER Í FERÐINA <<<<<<
Ferðanefnd FEBK
Dagskrá / Ferðatilhögun:
Farið frá skrifstofu félagsins Gullsmára 9 föstudaginn 2. maí kl. 09:00
Dagur 1: Ekið að Brekkulæk í Miðfirði þar sem hádegishressing bíður hópsins. Ekið um söguslóðir í Langadal og Vatnsdal, komið við á Geitaskarði, Hvammi og Kornsá, auk aftökustaðar í Vatnsdalshólum. Kvöldverður og sögustund að Brekkulæk.
Dagur 2: Ekið að Illugastöðum á Vatnsnesi þar sem Natan Ketilsson bjó. Hluti af smiðju hans stendur þar enn uppi. Hádegishressing á leiðinni. Ekið í Katadal þar sem Friðrik Sigurðsson átti heima og að Tjarnarkirkju þar sem jarðneskum leifum Agnesar og Friðriks var komið fyrir. Einnig stoppað við kirkjuna á Breiðabólstað og hjá Stóru-Borg í Vesturhópi. Kvöldverður og kvöldvaka að Brekkulæk.
Dagur 3: Ekinn hringur um Miðfjörð og komið við í kirkjunni á Efra-Núpi í Núpsdal, en leiði Skáld-Rósu er þar í kirkjugarðinum. Einnig komið við á Bjargi. Á leiðinni í Kópavoginn er aftur stoppað í Borgarnesi. Áætluð heimkoma kl. 17:00.
Vinsældir Varsjá eru stöðugt að aukast. Borgin er einstaklega falleg og spennandi.
Gamli bærinn í Varsjá var byggður upp frá grunni eftir seinni heimsstyrjöldina og er unun að sjá hversu vel það hefur tekist. Fjölmörg söfn eru í borginni og má nefna Chopin safnið sem er einstaklega fróðlegt og söfn tengd uppreisninni í Gettóinu 1943 og uppreisninni í Varsjá 1944. Varsjá er ódýr borg og þar er fjöldi skemmtilegra og girnilegra veitingastaða.
- Verð pr. mann í tvíbýli (twin) er kr 169.800.- viðbót í eins manns, kr 49.000.-
- Innifalið: Flug með PLAY og 20 kg tösku + 1 personal item. Gisting á Mercure Grand í 4 nætur með morgunverði. Allar rútur, skoðunarferðir, Chopin tónleikar og fararstjórn.
-
BETRI FERÐIR sjá um þessa ferð og fararstjórinn er með margra ára reynslu í ferðum.
