Ferðaáætlun FEBK sumarið 2024

Í sumar verður farið í tvær utanlandsferðir og fimm ferðir innanlands á vegum félagsins. Tekið verður upp nýtt fyrirkomulag við skráningu í ferðir. Nú verður hægt að skrá í ferðir á vef félagsins. Ekki verða listar í félagsmiðstöðvum eins og verið hefur, en þeir sem hafa ekki tök á skráningu á netinu geta haft samband við skrifstofu félagsins, sem opin er á mánudögum og miðvikudögum kl. 10:00- 11:30, sími 554 1226.

Snæfellsnes

Dagsferð frestað til 18. júní

Fyrsta innanlandsferðin okkar í sumar verður á Snæfellsnes. Við höfum áður ferðast um nesið og þá ekið sólarsælis. Að þessu sinni tökum við stefnuna á Grundarfjörð þar sem við munum fá kjötsúpu á Kaffi 59. Komið verður við í Gestastofunni á Malarrifi, litast verður um í Dritvík og síðan kaffistopp að Arnarstapa. Áður en komið verður að Vegamótum munum við aka að Ölkeldu vestan við Vegamót. Áætluð heimkoma um kl. 18:00.

 • Verð: 11.000 kr. (+ 3.000 kr. fyrir utanfélagsfólk) 
 • Afbókunargjald er kr. 3.500 ef afbókað er með minna en 2ja vikna fyrirvara.
 • Brottför frá Gjábakka kl. 8:45, Gullsmára kl. 9:00 og Boðanum kl. 9:15
Skráning í ferð

Kerlingarfjöll

Dagsferð 23. júlí – UPPSELD

Við efnum til dagsferðar í hinn stórbrotna og svipmikla fjallaklasa Kerlingarfjöll. Komum við á Þingvöllum, Geysi og Gullfossi. Komum að Kerlingarfjöllum um kl. 13:30. Þar hefur nýlega verið byggt 26 herbergja hótel. Fáum kjötsúpu á hótelinu áður en við leggjum af stað aftur heim. Á heimleiðinni komum við að Gullfossi. Áætluð heimkoma er um kl. 19:00.

 • Verð:
 • 9.900 kr. (+ 3.000 kr. fyrir utanfélagsfólk)
 • Afbókunargjald er kr. 3.500 ef afbókað er með minna en 2ja vikna fyrirvara.
 • Brottför frá Gjábakka kl. 8:45, Gullsmára kl. 9:00 og Boðanum kl. 9:15.

Ferðin er uppseld.

Norðurland-vestra

Tveggja daga ferð 24. – 25. ágúst

HÆTT ER VIÐ FERÐINA. ÖNNUR FERÐ KEMUR Í STAÐINN OG VERÐUR AUGLÝST SÍÐAR.

Norðurland-eystra

Tveggja nátta ferð 9.-11. september

Síðasta ferð sumarsins verður tveggja nátta ferð 9. – 11. september um Norðurland-eystra. 

9. september. Stutt stopp verður gert í Borgarnesi eða Staðarskála. Í hádeginum fáum við súpu og brauð á B&S Blönduósi. Gerum stutt stopp á Akureyri og höldum ferðinni áfram að Narfastöðum í Reykjadal þar sem við fáum kvöldverð og gistingu.

10. september. Leggjum að stað frá Narfastöðum kl. 9:00 og ökum um hinn 250 km. langa Demantshring þar sem eru a.m.k. fimm lykil áfangastaðir , s.s. Goðafoss, Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi og Húsavík. Í hádeginu fáum við súpu og brauð á Vegg veitingahúsi. Stutt stopp verður á Húsavík. Gisting og kvöldverður á Narfastöðum.

11. september. Brottför frá Narfastöðum kl. 9:00. Stoppum á Akureyri og skoðum Flugsafn Íslands. Stoppum aftur í B&S og fáum súpu og brauð. Stutt stopp í Borgarnesi og komið aftur í Kópavog um kl. 19:00.

 • Tveggja manna herbergi kr. 67.500.
 • Einstaklingsherbergi kr. 81.500.
 • Fyrir utanfélagsfólk bætast 3.000 kr. við.
 • Afbókunargjald er kr. 5.000 ef afbókað er með minna en 2ja vikna fyrirvara.
 • Brottför frá Gjábakka kl. 8:45, Gullsmára kl. 9:00 og Boðanum kl. 9:15.
Skráning í ferð

Torremolinos

Hópur félagsmanna FEBK á Torremolinos á síðasta ári.

Torremolinos á Costa Del Sol 12.-26. október

Komdu með í skemmtilega hópferð þar sem við ætlum að njóta alls þess besta sem Torremolinos svæðið hefur uppá að bjóða. Hótelið er gott og vel staðset. Hitastigið er notalegt í október. Fararstjóri leggur áherslu á góða samveru og að allir njóti sín í ferðinni. Fararstjóri: Margrét Halldórsdóttir.

 • Tvíbýli frá kr. 325.900 á mann með afslætti.
 • Einbýlí frá kr. 438.900 á mann með afslætti.
 • 10.000 kr afsláttur á bókun með með kóða SOL2024
 • Fyrir utanfélagsfólk bætast 10.000 kr. við.
 • Afbókunargjald er kr. 20.000 ef afbókað er með minna en 2ja vikna fyrirvara.
 • Ferðaskrifstofa: Úrval Útsýn
Skráning í ferð