Ferðaplan sumarið 2023

Unnið er að nokkrum lausum endum í ferðunum en þeir eru hnýttir hver af öðrum þessa dagana. Stefnt er tveimur utanlandsferðum og fimm ferðum innanlands í sumar og haust.

Grænland – fjögurra daga ferð í ágúst
– Ferðin er á vegum Ferðaskrifstofu eldri borgara til Grænlands 19.-22. ágúst
– Verð ferðarinnar eru kr. 309.500 miðað tvo í tvíbýli.
– Einbýlingar greiða kr. 35.000 til viðbótar.
– Við höfum forgang í 24 sæti til 1. Mars.
– Greiða þarf kr. 50.000 staðfestingargjald eigi síðar en 1. Mars.
– Innifalið: Flug og flugvallarskattar, tveggja manna herbergi með baði, morgunverður, tveir tveggja rétta kvöldverður og útigrill eitt kvöld, akstur, dagsferðir og íslensk farastjórn Friðriks Brekkan.

Pólland – fjögurra daga ferð í október
– Ferð til Krakow með ferðaskrifstofunni Trans-Atlantik 3.-7. október.
– Verð fyrir rútuferðir til og frá flugvöllum hérlendis og erlendis, flugferðir, hótelgistingu með morgunmat og farastjórn í íslensku er kr. 148.000 á mann miðað við tvo í tvíbýli.
– Einbýlingar greiða um kr. 20.000 viðbótargjald.
– Gist er á þriggja stjörnu hóteli.
– Skoðunarferðir, aðgangur að stöfnum og kvöldverðir eru ekki innifaldir í verðinu en verið er að skoða hvað býðst.
– Skráning er hafin í ferðina en greiða þarf kr. 40.000 í staðfestingargjald á skrifstofu eða inn á reikning félagsins.

Brottför á flugi frá Keflavík kl. 19:15. Lent í Krakow kl. 01:20 að staðartíma.
Heimflug frá Krakow kl. 17:15. Lent í Keflavík kl. 19:45.

Rúta frá Gullsmára 3. okt. kl. 15:30.

ATH. Ekki er hægt að kaupa skoðunarferðir á staðnum. Kaupa verður ferðir fyrirfram.

Reykjanes – dagsferð í maí
Í fyrra fórum við í alveg frábæra ferð um Reykjanesið.

Hjálmar Waag Árnason var farastjóri í henni og verður líka í þessari sem við stefnum að í maí en dagsetning og verð er ekki fyrirliggjandi eins og er.

Strandirnar – tveggja daga ferð í júní

Við förum á Strandirnar 27.-28. júní og gistum á Laugahóli og Hvammi Bjargi. Verð herbergja er nokkuð misjafnt, háð stærð og hvort herbergi eru með sérsnyrtingu eða ekki.

Valkostir og verð verða tíunduð fljótlega.

Njáluslóðir – dagsferð í júlí
Þann 14. júlí, sem er föstudagur, byrjar Guðni Ágústsson á því að kynna okkur nýja bæinn á Selfossi. Þar getum við keypt okkur „Konungskaffi“ og rennt svo við í Laugardælum og litið á leiði Fischers og síðan ekið á Njáluslóðir. Guðni er fróður um Njálu og allt að því „persónulegur vinur“ þeirra Njáls á Bergþórshvoli og Gunars á Hlíðarenda.

Boðið er upp á kjösúpu og kaffi í ferðinni.

Hekluslóðir – dagsferð í júlí
Við ætlum að fara að Sólheimum í Grímsnesi og þaðan í súpu í Friðheimum fimmtudaginn 27. Júlí. Við ökum vítt og breytt í nágreinni Heklu og stoppum svo í Ingólfsskála í Ölfusi á heimleiðinni og fáum okkur kjötsúpu þar. Áætluð heimkoma er því eftir kvöldmat um kl. 20:30.

Við reiknum með að ferðin kosti 14.500 kr. á mann.

Fjallabak nyrðra – tveggja daga ferð í ágúst
27. – 28. ágúst (sunnudagur og mánudagur) förum við um fjallabak nyrðri og í Landmannalaugar. Við gistum í Vík og förum í þak gil á heimleiðinni. Í svona ferð um fjöll og firnindi og óbrúaðar ár þurfum við „grindarbíl“ og því er hámarksfjöldi í ferðinni 33 ferðafélagar.

Verið er að reikna ferðakostnaðinn og hann verður birtur um leið og öll kurl eru komin til grafar.