Ferðaáætlun FEBK sumarið 2025

Ferðaáætlun fyrir árið 2025 er í vinnslu en búið er að ákveða söguferð um Húnavatnssýslur 2. til 4. maí og ferð til Varsjá í Póllandi í september. Aðrar ferðir verða kynntar síðar. 

Ekið um þær slóðir þar sem Agnes Magnúsdóttir dvaldi, ýmist sem vinnuhjú eða fangi, á meðan hún beið aftöku sinnar. Við skoðum sögusviðið í Langadal, Vesturhópi og á Vatnsnesi. Ferðumst tvær aldir aftur í tímann og setjum okkur í spor þeirra sem lifðu þessa atburði.

  • Fjöldi í ferðinni er takmarkaður við 16 þátttakendur.
  • Ferð þessi er í samstarfi við Arinbjörn Jóhannsson á Brekkulæk og er hann jafnframt bílstjóri í ferðinni.
  • Verð kr. 72.000,-
  • Sögufræðari og fararstjóri er Sigrún Valbergsdóttir.
  • Innifalið: Akstur, gisting í tvær nætur, 2x morgunmatur, 2x hádegishressing, 2x kvöldverður og leiðsögn.
  • Sögufræðari og fararstjóri er Sigrún Valbergsdóttir.

Ferðanefnd FEBK

Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að skrifa sig á þátttökulista í félagsmiðstöðvum eða á skrifstofu FEBK sem er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 10:00-11:30. Einnig er hægt að send tölvupóst á netfangið febk@febk.is með upplýsingum um nöfn, kennitölur, netföng og símaúmer farþega. Skuldlausir félagsmenn hafa forgang í ferðina.

Dagskrá / Ferðatilhögun:

Farið frá skrifstofu félagsins Gullsmára 9 föstudaginn 2. maí kl. 09:00

Dagur 1: Ekið að Brekkulæk í Miðfirði þar sem hádegishressing bíður hópsins.  Ekið um söguslóðir í Langadal og Vatnsdal, komið við á Geitaskarði, Hvammi og Kornsá, auk aftökustaðar í Vatnsdalshólum.  Kvöldverður og sögustund að Brekkulæk.

Dagur 2: Ekið að Illugastöðum á Vatnsnesi þar sem Natan Ketilsson bjó.  Hluti af smiðju hans stendur þar enn uppi.  Hádegishressing á leiðinni. Ekið í Katadal þar sem Friðrik Sigurðsson átti heima og að Tjarnarkirkju þar sem jarðneskum leifum Agnesar og Friðriks var komið fyrir.  Einnig stoppað við kirkjuna á Breiðabólstað og hjá Stóru-Borg í Vesturhópi.  Kvöldverður og kvöldvaka að Brekkulæk.

Dagur 3: Ekinn hringur um Miðfjörð og komið við í kirkjunni á Efra-Núpi í Núpsdal, en leiði Skáld-Rósu er þar í kirkjugarðinum. Einnig komið við á Bjargi. Á leiðinni í Kópavoginn er aftur stoppað í Borgarnesi. Áætluð heimkoma kl. 17:00.

 

Innifalið: Beint flug til Alicante, 20 kg taska, 8 kg handfarangur, akstur til og frá flugvelli, 2x kvöldverðir og 1x gönguferð um Alicante með leiðsögumanni.

Alicante er dásamlegt að heimsækja að vori. Einstaklega þægileg borg með frábærum gönguleiðum. Ægifagurt útsýni frá kastalanum yfir borgina. Hægt er að skella sér í golf á nálægum völlum.

Hótel Melia Alicante er staðsett á allra besta stað við skútuhöfnina. Þaðan er örsutt að labba í allt. Borgin Alicante er staðsett í hjarta Costa Blanca á Spáni og er höfuðborg héraðsins.

Borgin er gullfalleg gömul, spænsk borg með heillandi miðbæ sem iðar af mannlífi. Þar ríkir mikil matar- og vínmenning sem endurspeglast í fjölda framúrskarandi veitingastaða borgarinnar.

Áætlað verð á mann í tvíbýli 234.900.-
Áætlað verð á mann í einbýli 319.900.-

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að skrá þig í ferðina. Einnig er hægt að skrá sig í ferðina á skrifstofu FEBK Gullsmára 9. Skrifstofan er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 10:00-11:30.

Úrval Útsýn mun hafa samband varðandi greiðslu staðfestingargjalds og aðra greiðslutilhögun.

Skráning í ferð

Vinsældir Varsjá eru stöðugt að aukast.  Borgin er einstaklega falleg og spennandi.

Gamli bærinn í Varsjá var byggður upp frá grunni eftir seinni heimsstyrjöldina og er unun að sjá hversu vel það hefur tekist.   Fjölmörg söfn eru í borginni og má nefna Chopin safnið sem er einstaklega fróðlegt og  söfn tengd uppreisninni í Gettóinu 1943 og uppreisninni í Varsjá 1944.  Varsjá er ódýr borg og þar er fjöldi skemmtilegra og girnilegra veitingastaða. 

  • Verð pr. mann í tvíbýli (twin) er kr 169.800.-  viðbót í eins manns, kr 49.000.-
  • Innifalið: Flug með PLAY og 20 kg tösku + 1 personal item.  Gisting á Mercure Grand í 4 nætur með morgunverði. Allar rútur, skoðunarferðir, Chopin tónleikar og fararstjórn.
  • BETRI FERÐIR sjá um þessa ferð og fararstjórinn er með margra ára reynslu í ferðum.
>>>>>> UPPSELT ER Í FERÐINA <<<<<<
 
Ferðatilhögun
 
Mánudaginn 8.sept  er flogið með PLAY til Varsjá kl 14:50 og lent í Varsjá 20:50.  Ekið rakleitt á Hotel Mercure Grand Warsaw, sem er mjög vel staðsett í nýja miðbæ borgarinnar.
 
Þriðjudagur 9.sept.  Kl 10:00 er farið í áhugaverða gönguferð um gamla miðbæinn. Hann var lagður í rúst eftir uppreisnina 1944 en endurbyggður og þar er margt markvert að skoða.  Stendur yfir í ca. tvo og hálfan tíma. Sameiginlegur kvöldverður.
 
Miðvikudagur  10. sept  Kl 10:00 verður farið í 3 klukkustunda skoðunarferð með rútu vítt og breitt um borgina og það markverðasta skoðað m.a. byggingar frá tímum kommúnismans  sem og safnahús og byggingar frá stórveldistíma Póllands.    
 
Fimmtudagur 11. sept. Skoðunarferð í Chopin garðinn (Lazienki garden) og farið frá hótelinu kl 14:30.  Frjáls tími fram til kl 14:30. Lazienki garðurinn er þekktur og mjög fallegur og þar gefur að líta stórkostlegt minnismerki um Chopin og glæsilegar sumarhallir pólsku konungana. Yndislegt umhverfi. Í beinu framhaldi er farið á Chopin tónleika í gamla bænum, sem byrja kl 18:30 og standa yfir í klukkutíma. Kvöldið frjálst.
 
Föstudagur 12.sept. Losa þarf herbergi fyrir kl 12:00 (hægt að geyma farangur í lobby). Rúta sækir hópinn kl 15:00 við hótelið og á leiðinni út á flugvöll verður stoppað í Praga, sem er gamalt og fróðlegt hverfi í Varsjá.  Þar sem m.a. hin fræga kvikmynd Píanistinn var tekin. Komið á flugvöll um kl 19:00.  Flug PLAY til Keflavíkur er á dagskrá kl 21:50 og áætluð lending á miðnætti.