Viltu keppa við Luke Littler í pílu?
Þá verður þú að byrja að æfa strax.
Það vill svo heppilega til að Félag eldri borgara í Kópavogi hefur samið við Pílufélag Kópavogs (PFK) um að halda annað pílunámskeið fyrir félagsmenn FEBK þar sem síðasta tókst mjög vel.
Láttu ekki aldursmismuninn flækjast fyrir þér, Luke getur ekki gert af því hvað hann er ungur.
