Pílunámskeið í nóv. og des.

Um er að ræða sjö skipta námskeið sem verður á fimmtudögum kl. 17:00–18:00 á tímabilinu 6. nóvember – 18. desember. Öll aðstaða er til fyrirmyndar í íþróttahúsi HK Digranesi og PFK skaffar pílur og búnað og sér um þjálfun. Einn til þrír þjálfarar verða á námskeiðinu, en það fer eftir fjölda skráðra þátttakenda. 

Þjálfarar eru Kristján Sigurðsson, fyrrum landsliðsþjálfari karla og kvenna og þjálfari PFK, Sævar Þór Sævarsson, barna- og unglingaþjálfari og yfirþjálfari PFK, og Ásgrímur Harðarson, barna- og unglingaþjálfari og meistaraflokksþjálfari PFK.

🎯 Þátttökugjald er kr. 14.000. 🎯

Námskeiðið er hafið og skráningu lokið.

 

Umsagnir þátttakenda á fyrra námskeiði:

„Skemmtilegast var að komast að því að pílukast er miklu meira en bara að hitta spjaldið. Það var léttur andi á staðnum milli þátttakenda og leiðbeinenda.“

„Ég lærði að það eru margir og fjölbreyttir leikir sem gera pílukast skemmtilegt og ljóst að það þarf mikla æfingu til að ná góðum tökum og hittni á pílunni. Pílukastið fer á annað stig þegar spjaldið er tengt við skjá sem telur stigin og spennan magnast.“

„Ég hef haft mjög gaman af þessum æfingum og ef framhald verður get ég mjög svo hugsað mér að vera með.“

Komdu og vertu með!

 

Viltu keppa við Luke Littler í pílu?

Þá verður þú að byrja að æfa strax.

Það vill svo heppilega til að Félag eldri borgara í Kópavogi hefur samið við Pílufélag Kópavogs (PFK) um að halda annað pílunámskeið fyrir félagsmenn FEBK þar sem síðasta tókst mjög vel. 

Láttu ekki aldursmismuninn flækjast fyrir þér, Luke getur ekki gert af því hvað hann er ungur.

Síðasti skráningardagur er 5. nóvember. 

Stefán Atli er viðskiptafræðingur að mennt, sérfræðingur í markaðsmálum og mikill áhugamaður um gervigreind og hefur haldið námskeið í gervigreind fyrir hátt í 400 manns frá því í mars á þessu ári.


 

UPPSELT ER Á NÁMSKEIÐIÐ

FEBK hefur fengið Stefán Atla Rúnarsson viðskiptafræðing til að halda námskeið fyrir félagsmenn um gervigreind.

Stefán Atli hefur haldið fjölmörg námskeið um helstu möguleika gervigreindarinnar ChatGPT. Námskeiðið er hagnýtt og aðgengilegt fyrir byrjendur. Um tveggja tíma námskeið er að ræða þar sem farið verður yfir grunninn í ChatGPT og ýmis atriði sem gætu hjálpað til við að spara tíma í daglegu lífi. Einnig verður farið yfir það hvernig hægt er að nýta  ChatGPT sér til gamans eða í eigin verkefnum.

Helstu viðfangsefni námskeiðsins eru:

  • Hvað er ChatGPT?
  • Hvernig virkar það?
  • Hvernig á að nota það?
  • Hvað ber að varast?

Verð kr. 2.500 (kr. 3.500 fyrir utanfélagsfólk).

 

 

Klúbbar fyrir áhugamálin og ýmis skemmtun

Í félagsmiðstöðvum eru starfræktir hinir ýmsu klúbbar og boðið upp á margvísilegar skemmtanir. Kynnið ykkur endilega starfsemina í félagsmiðstöðvunum.

Spil

Hannyrðir og handavinna
Söngur, ljóð. leshópar og námskeið

Hreyfing