Vel sóttar haustkynningar

Nú er lokið haustkynningum félagsmiðstöðva eldri borgara í Kópavogi. Þar var kynnt starfsemi í félagsmiðstöðvunum Gjábakka, Gullsmára og Boðanum á komandi vetri. Fjölmennt var á kynningunum á öllum stöðum og góður rómur var gerður að erindum. Margvíslegar tómstundir og klúbbar eru í boði og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Félagsmiðstöðvarnar eru opnar virka daga frá kl. 8:30 til 16:30 nema á föstudögum til kl. 16:00. Allir eru velkomnir til að kíkja í kaffi og spjalla og kynna sér hvað er í boði.