Gerast félagsmaður

Félagið er opið öllum sem náð hafa 60 ára aldri.

Fylla þarf út * merkt svæði.

Ef þú gerist félagi í FEBK færðu:
– Afslátt hjá hundruðum verslana og þjónustufyrirtækja
– Hagstæð tilboð um ferðalög, innanlands og utan á vegum félagsins
– Ókeypis blaðið Listin að lifa, félagsrit Landssambands eldri borgara

Þjónustubókin
Hægt er að nýta Þjónustubókina til að fá góðan afslátt hjá fjölda fyrirtækja. Í henni er listi yfir hundruðir verslana og þjónustufyrirtækja sem veita félagsmönnum FEBK afslátt. Einnig er hægt að skoða tilboð og afslætti í appinu SPARA og nálgast þar rafrænt félagsskírteini.

Félagsgjald FEBK er 4.000 kr. á mann á ári.

Gefa þarf upp nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og netfang.

Þú getur skráð þig í FEBK með því að koma á skrifstofuna að Gullsmára 9 eða hringja í síma 554 1226 á skrifstofutíma, sjá forsíðu. Einnig er hægt að senda tölvupóst með ofangreindum persónuupplýsingum á netfangið: febk@febk.is
Auðveldast er að skrá helstu upplýsingar inn hér á síðunni og senda til okkar beint af vefnum.

 

Þegar umsókn þín er móttekin af FEBK þá sendir bankinn greiðslukröfu í heimabankann. Þegar þú hefur greitt félagsgjaldið þá færðu sent FEBK félagsskírteinið og ert þar með skráð/ur í félagaskrá FEBK.

Þú getur verið viss um að félagsskírteinið er fljótt að borga upp árgjaldið!