Eldri borgurum í Kópavogi er boðið í skemmtiferð miðvikudaginn 12. júní 2024. Hátíðin hefst kl. 14:00 og lýkur kl. 16:00. Dagskrá: stuttar ræður, tónlist og léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis en skráning er nauðsynleg fyrir 7. júní vegna útvegunar veitinga og takmarkaðs sætaframboðs í rútu. Þeir sem koma á einkabílum þurfa líka að skrá sig og þeir sem nota…
Author Archives: febk
LEB BLAÐIÐ – LISTIN AÐ LIFA Tímarit Landssambands eldri borgara er komið út. Búið er að dreifa blaðinu í félagsmiðstöðvar eldri borgara og geta félagsmenn FEBK nálgast blaðið þar eða smellt á tengilinn hér fyrir neðan til að skoða vefútgáfu af blaðinu eða hlaða niður PDF-útgáfu. https://www.leb.is/listin-ad-lifa/
Vorsýningar á handverki, myndlist og fleiru voru haldnar í Gullsmára, Boðanum og Gjábakka laugardaginn 11. maí. Margvíslegt handverk og myndlist. Allt mjög vel unnið og glæsilegt.
Síðasta opna hús vetrarins var í dag í Gullsmára. Bjarni Hall spilaði og söng og salurinn tók vel undir. Helgi Ágústsson, formaður ferðanefndar, sagði frá væntanlegum ferðum í sumar og haust. Í sumar verður farið í tvær utanlandsferðir og fimm ferðir innanlands á vegum félagsins. Hér er hægt að skoða ferðaáætlun og skrá sig í…
Gaman saman á opnu húsi í Boðanum laugardaginn 6. apríl. Bjarni Hall spilaði og söng og var vel tekið undir. Spilað var bingó. Ásdís bæjarstjóri kom í heimsókn. Kaffi og vöfflur og ca. 65 mættu
Hefur þú fengið fréttapósta félagsins senda í tölvupósti? Fréttapóstar eru sendir einu sinni í mánuði eða oftar ef tilefni er til. Í fréttapóstum er greint frá viðburðum á döfinni, ferðalögum félagsins og öðrum fréttum. Ekki missa af góðum fréttum, skráðu þig á póstlistann hér: