Það var mikið fjör í félagsmiðstöðinni Boðanum föstudaginn 20. mars. Þá var haldið STRANDPARTÝ. Partýdýrin í Boðanum mættu í strandgallanum og skemmtu sér konunglega. Spiluð var hressandi sumartónlist og gestir sungu og dönsuðu með. Drykkir og snakk voru í boði. Rífandi Tene-stemning.
Category Archives: Uncategorized @is
Félagsheimili eldri borgara í Kópavogi um helgar. Eitt af baráttumálum Félags eldri borgara í Kópavogi er að útrýma einsemd og einveru eldra fólks eins og mögulegt er. Óumdeilt skref í þá átt er að hafa félagsheimili eldri borgara opin um helgar, en þær eru kvíðaefni hjá mörgum, sérstaklega þeim sem búa einir. Eftir að hafa…
Vorsýningar á handverki, myndlist og fleiru voru haldnar í Gullsmára, Boðanum og Gjábakka laugardaginn 11. maí. Margvíslegt handverk og myndlist. Allt mjög vel unnið og glæsilegt.
Síðasta opna hús vetrarins var í dag í Gullsmára. Bjarni Hall spilaði og söng og salurinn tók vel undir. Helgi Ágústsson, formaður ferðanefndar, sagði frá væntanlegum ferðum í sumar og haust. Í sumar verður farið í tvær utanlandsferðir og fimm ferðir innanlands á vegum félagsins. Hér er hægt að skoða ferðaáætlun og skrá sig í…
Gaman saman á opnu húsi í Boðanum laugardaginn 6. apríl. Bjarni Hall spilaði og söng og var vel tekið undir. Spilað var bingó. Ásdís bæjarstjóri kom í heimsókn. Kaffi og vöfflur og ca. 65 mættu
Hefur þú fengið fréttapósta félagsins senda í tölvupósti? Fréttapóstar eru sendir einu sinni í mánuði eða oftar ef tilefni er til. Í fréttapóstum er greint frá viðburðum á döfinni, ferðalögum félagsins og öðrum fréttum. Ekki missa af góðum fréttum, skráðu þig á póstlistann hér:
- 1
- 2