Category Archives: Uncategorized @is

Handverksýning í Boðanum

Handverksýning var haldin í Boðanum laugardaginn 24. maí. Margvíslegt handverk og listmunir voru til sýnis, t.d. tréskurður, myndlist, pennasaumur, prjónað og heklað handverk, málmlist, bútasaumur og fleira. Sönghópurinn Söngelskurnar skemmtu við góðar undirtektir gesta. Mjög skemmtilegur sönghópur. Aðsókn var mjög góð, um 120 gestir. Kaffi og meðlæti í boði hússins. Flott sýning og góð skemmtun….

OPIÐ BRÉF TIL BÆJARSTJÓRNAR

Félagsheimili eldri borgara í Kópavogi um helgar.  Eitt af baráttumálum Félags eldri borgara í Kópavogi er að útrýma einsemd og einveru eldra fólks eins og mögulegt er. Óumdeilt skref í þá átt er að hafa félagsheimili eldri borgara opin um helgar, en þær eru kvíðaefni hjá mörgum, sérstaklega þeim sem búa einir. Eftir að hafa…

Opið hús í Gullsmára

Síðasta opna hús vetrarins var í dag í Gullsmára. Bjarni Hall spilaði og söng og salurinn tók vel undir. Helgi Ágústsson, formaður ferðanefndar, sagði frá væntanlegum ferðum í sumar og haust. Í sumar verður farið í tvær utanlandsferðir og fimm ferðir innanlands á vegum félagsins. Hér er hægt að skoða ferðaáætlun og skrá sig í…