Nýlega áskotnaðist Félagi eldri borgara í Kópavogi nokkuð magn af frosnu hangikjöti, kalkúnabringum, grænmeti o.fl. Ákveðið var að þessi matvæli væru best komin í höndum Mæðrastyrksnefndar Kópavogs til úthlutunar til skjólstæðinga nefndarinnar núna fyrir jólin. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs samanstendur af frábærum konum sem leggja nefndinni lið gegnum sjálfboðavinnu. Víð hvetjum félagsmenn FEBK til að láta eitthvað…
Author Archives: febk
Nú liggja fyrir niðurstöður úr undirskriftasöfnun FEBK með áskorun til bæjarstjórnar Kópavogs um að hafa félagsheimili eldri borgara opin um helgar. Um 700 manns skrifuðu undir áskoruna. Búið er að afhenda bæjarstjórn undirskriftalistana ásamt bréfi frá FEBK. Það er félaginu mikil vonbrigði að bæjarstjórn Kópavogs ætlar ekki að verða við eðlilegum og sanngjörnum óskum okkar…
Jólahlaðborð var haldið í Gullsmára í dag 8. des. Mjög góð mæting og góðum mat gerð góð skil. Jólahlaðborð var í Gjábakka fimmtudaginn 7. des. og jólahlaðborð verður í Boðanum 15. desember.
Laugardaginn 18. nóv. fóru um 50 félagar í FEBK í skemmtiheimsókn til Félags eldri borgara á Akranesi. Skagamenn buðu upp á fínan mat og góða skemmtun. Vel var tekið á móti okkar fólki og við munum endurgjalda heimsóknina að ári. Frábær vinafagnaður í alla staði.
Sunnudaginn 12. nóvember fagnaði Félag eldri borgara í Kópavogi 35 ára afmæli félagsins. Boðið var til kaffisamsætis í Gullsmára. Um 140 gestir mættu.