Category Archives: Fréttir

Aðalfundur FEBK

Aðalfundur Félags eldri borgara í Kópavogi var haldinn 5. mars s.l. Mæting var góð, á að giska um 70 fundarmenn. Fundarstjóri var Baldur Þór Baldvinsson. Formaður félagsins, Margrét Halldórsdóttir, flutti skýrslu stjórnar og Sigrún gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins. Starfið á liðnu starfsári var mjög blómlegt og fjárhagsstaða félagsins er góð. Árgjald verður óbreytt, kr….

Fjör á opnu húsi í Gjábakka

Mikið fjör var á opnu hús í Gjábakka í dag. Um 100 manns kíktu við og nutu samveru og skemmtunar. Bocciakennsla, sýning á verkefnum úr Skapandi endurnýtingu og bingó. Flott taska úr Skapandi endurnýtingu í fyrsta vinning í bingóinu. Glæsilegar konur og myndarlegir karlar með hatta. Kaffi og nóg af fínu bakkelsi í boði. Opin…

Félagsmiðstöðvar opnar um helgar

Kópavogspósturinn 16. febrúar 2024. Félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi að Gjábakka, Gullsmára og í Boðanum bjóða upp á helgaropnun einn laugardag í mánuði á hverri stöð, en Kópavogsbær samþykkti í fjárhagsáætlun sinni fyrir árið 2024 að gera tilraun með helgaropnun á félags miðstöðvunum. Fyrsta helgaropnunin var sl. laugardag í Gullsmára og næsta laugardag verður opið…

Opið hús í Gullsmára

Fyrsta helgaropnun félagsmiðstöðva var í dag í Gullsmára og tókst vel. Góð aðsókn og ánægja eldri borgara mikil með fyrirkomulagið. Keppt var í Boccia og spilað á spil, bridge og canasta. Sigurður var með kynningu á Ql gong og tóku margir þátt. Arnór var á sínum stað í eldhúsinu með góðgæti og auðvitað var Dóra…