Í afsláttarbókinni eru upplýsingar um fjölda þjónustuaðila og verslana sem veita félagsmönnum góða afslætti og tilboð.
Category Archives: Fréttir
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar og skráningu.
Aðalfundur FEBK 5. mars 2025 Margrét formaður setti fundinn og stakk upp á Baldri sem fundarstjóra og Stefaníu sem ritara. Baldur þakkaði traustið og kynnti fyrsta lið sem var skýrsla formanns. 1. Skýrsla formanns Margrét flutti greinargóða skýrslu formanns og fór yfir starf sl. árs og taldi upp margs konar afþreyingu sem eldri borgurum stendur…
Föstudaginn 7. mars nk. kl. 13:00 mun Kristján Gíslason, Hringfarinn, halda erindi fyrir Félag eldri borgara Kópavogs í Gullsmára 13. Kristján mun segja frá einstöku ferðalagi sínu, þar sem hann fór einn á mótorhjóli umhverfis jörðina. Þetta er ekki saga hraðaksturs heldur þroskasaga miðaldra manns sem veitir innsýn í mannlíf og menningu heimsins frá sjónarhóli…
Opið verður í Gullsmára í hádeginu 8. febrúar kl. 12:00-14:00. Í boði verður súpa og brauð á mjög vægu verði, aðeins kr. 500. Heitt á könnunni. Tilvalið að stytta daginn með því að koma og fá heita súpu og hitta vini, taka í spil eða handavinnu eða bara spjalla. Fólk sem venjulega sækir félagsmiðastöðvar í…