Category Archives: Fréttir

Vel sóttar haustkynningar

Nú er lokið haustkynningum félagsmiðstöðva eldri borgara í Kópavogi. Þar var kynnt starfsemi í félagsmiðstöðvunum Gjábakka, Gullsmára og Boðanum á komandi vetri. Fjölmennt var á kynningunum á öllum stöðum og góður rómur var gerður að erindum. Margvíslegar tómstundir og klúbbar eru í boði og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Félagsmiðstöðvarnar eru…

Ferð um Fjallabak nyrðra 27. og 28. ágúst

  Lagt var af stað í síðustu innanlandsferð sumarsins kl. 08:30 frá Gjábakka. Leiðsögumaður okkar var einn ferðanefndarmanna, Steini Þorvalds og Baldur Baldvins var fararstjóri. Farþegar að þeim meðtöldum og Einari bílstjóra voru 35 þar eð hótelpöntun okkar í Hótel Vík takmarkaðist við þann fjölda. Rútan sem var hálendisrúta rúmaði alls 40 og reyndist hin…

Á Njáluslóðum

Þann 12. júlí var farin dagsferð um Njáluslóðir. Leiðsögumaður var Guðni Ágústsson. Byrjaði Guðni á því að kynna okkur nýja bæinn á Selfossi. Þar keyptum við okkur „Konungskaffi“ og svo var rennt við í Laugardælakirkju og litið á leiði Fischers og síðan ekið á Njáluslóðir. Guðni er fróður um Njálu og allt að því „persónulegur…

Góð ferð um Gullna söguhringinn

28. júní stóð ferðanefnd fyrir ferð um Dalabyggð, svokallaðan Gullna söguhringinn. Fyrsti viðkomustaður var Erpsstaðir þar sem hægt var að kaup ís sem framleiddur er á staðnum. Fengum við góða frásögn um starfsemin búsins. Hólmar, bílstjóri okkar, fyrrum eigandi Erpsstaða kunni góð skil á því sem fyrir augu bar á ferð okkar. Því næst lá…