Síðasta opna hús vetrarins var í dag í Gullsmára. Bjarni Hall spilaði og söng og salurinn tók vel undir. Helgi Ágústsson, formaður ferðanefndar, sagði frá væntanlegum ferðum í sumar og haust. Í sumar verður farið í tvær utanlandsferðir og fimm ferðir innanlands á vegum félagsins. Hér er hægt að skoða ferðaáætlun og skrá sig í…
Author Archives: febk
Gaman saman á opnu húsi í Boðanum laugardaginn 6. apríl. Bjarni Hall spilaði og söng og var vel tekið undir. Spilað var bingó. Ásdís bæjarstjóri kom í heimsókn. Kaffi og vöfflur og ca. 65 mættu
Hefur þú fengið fréttapósta félagsins senda í tölvupósti? Fréttapóstar eru sendir einu sinni í mánuði eða oftar ef tilefni er til. Í fréttapóstum er greint frá viðburðum á döfinni, ferðalögum félagsins og öðrum fréttum. Ekki missa af góðum fréttum, skráðu þig á póstlistann hér:
Smelltu hér til að skoða bókina.
Aðalfundur Félags eldri borgara í Kópavogi var haldinn 5. mars s.l. Mæting var góð, á að giska um 70 fundarmenn. Fundarstjóri var Baldur Þór Baldvinsson. Formaður félagsins, Margrét Halldórsdóttir, flutti skýrslu stjórnar og Sigrún gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins. Starfið á liðnu starfsári var mjög blómlegt og fjárhagsstaða félagsins er góð. Árgjald verður óbreytt, kr….
24. febrúar var opið hús í Boðanum sem var vel sótt. Um 90 manns mættu og skemmtu sér vel. Gunnlaugur spilaði á harmonikku og Ólafur Þór á gítarinn og var mikið sungið. Þess mà geta að Ólafur Þór er Grindvíkingur og var gaman að fá hann í heimsókn. Þóra stjórnaði bingóinu. Sabina sá um kaffið.