Opið hús í Gullsmára

Síðasta opna hús vetrarins var í dag í Gullsmára. Bjarni Hall spilaði og söng og salurinn tók vel undir.
Helgi Ágústsson, formaður ferðanefndar, sagði frá væntanlegum ferðum í sumar og haust. Í sumar verður farið í tvær utanlandsferðir og fimm ferðir innanlands á vegum félagsins. Hér er hægt að skoða ferðaáætlun og skrá sig í ferðir: https://febk.is/ferdalog/
Baldur Þór Baldvinsson sagði frá reynslu af laugardagsopnunum í vetur. Vonandi sér Kópavogsbær sér fært að taka um þráðinn í haust enda reynslan af opnum húsum á laugardögum mjög góð.
Skemmtinefnd FEBK og Arnór sáu um kaffið, tertu og vöfflur. Allt að betri sortinni.
Danshópurinn Sporið kom og sýndi okkur þjóðdansa. Danshópurinn var stofnaður fyrir 29 árum að Hvanneyri og eru allir stofnfélagar enn í hópnum. Frábær skemmtun. Flottur hópur.
Góður dagur og allir fóru glaðir heim.