Aðalfundur FEBK

Aðalfundur Félags eldri borgara í Kópavogi var haldinn 5. mars s.l. Mæting var góð, á að giska um 70 fundarmenn. Fundarstjóri var Baldur Þór Baldvinsson. Formaður félagsins, Margrét Halldórsdóttir, flutti skýrslu stjórnar og Sigrún gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins. Starfið á liðnu starfsári var mjög blómlegt og fjárhagsstaða félagsins er góð. Árgjald verður óbreytt, kr. 4.000, fyrir árið 2025.

Að loknu kaffihlé var komið að kosningum. Stjórn FEBK á starfsárinu 2024-2025 er þannig skipuð:

  • Margrét Halldórsdóttir, formaður
  • Geir Þórðarson, varaformaður
  • Sigrún Þorláksdóttir, gjaldkeri
  • Stefanía Björnsdóttir, ritari
  • Guðni Ásgrímsson (var áður varamaður)
  • Guðrún Pétursdóttir
  • Helgi Ágústsson
Varastjórn:
  • Auður Gísladóttir
  • Rannveig Einarsdóttir
  • Þorkell Guðfinnsson (nýr í varastjórn)
Þá fór fram kosning skoðunarmanna reikninga, uppstillinganefndar og fulltrúa á þing LEB.
Hjörvar O Jensson lét af störfum í aðalstjórn og þakkað formaðurinn honum fyrir góð störf fyrir félagið.
Helgi Ágústsson, formaður ferðanefndar, gerði grein fyrir ferðum félagsins innanlands í sumar og Margrét formaður sagði frá ferð félagsins með Úrval-Útsýn til Riga lok maí. Enn eru nokkur sæti laus í þá ferð.
Að lokum þakkaði formaðurinn öllum þeim sem lögðu félaginu lið með frábæru starfi og starfsmönnum félagsmiðstöðva fyrir einstaklega gott samstarf. Þá hvatti formaður félagsmenn til að láta í sér heyra ef þeir hefðu tillögur um eitthvað sem félagið gæti staðið fyrir.