NÝTT PÍLUNÁMSKEIÐ Í NÓV. OG DES.

Félag eldri borgara í Kópavogi hefur samið við Pílufélag Kópavogs (PFK) um að halda annað pílunámskeið fyrir félagsmenn FEBK þar sem síðasta tókst mjög vel.
🎯
Um er að ræða sjö skipta námskeið sem verður á fimmtudögum kl. 17:00–18:00 á tímabilinu 6. nóvember – 18. desember. Öll aðstaða er til fyrirmyndar í íþróttahúsi HK Digranesi og PFK skaffar pílur og búnað og sér um þjálfun. Einn til þrír þjálfarar verða á námskeiðinu, en það fer eftir fjölda skráðra þátttakenda.
🎯
Félagsmenn FEBK hafa forgang við skráningu. Síðasti skráningardagur er 1. nóvember. Eindagi þátttökugjalds er 2. nóvember. Takmarkaður fjöldi þátttakenda.
🎯
Upplýsingar og skráning hér: https://febk.is/klubbar-og-tomstundir/