Author Archives: febk
Laugardaginn 18. nóv. fóru um 50 félagar í FEBK í skemmtiheimsókn til Félags eldri borgara á Akranesi. Skagamenn buðu upp á fínan mat og góða skemmtun. Vel var tekið á móti okkar fólki og við munum endurgjalda heimsóknina að ári. Frábær vinafagnaður í alla staði.
Sunnudaginn 12. nóvember fagnaði Félag eldri borgara í Kópavogi 35 ára afmæli félagsins. Boðið var til kaffisamsætis í Gullsmára. Um 140 gestir mættu.
Allir skemmtu sér konunglega á Úrval Útsýn skemmtuninni í Gullsmáranum 2. nóvember s.l. Fullur salur af fólki og mikið sungið og dansað. Skemmtilegt kvöld með Hjördísi Geirs, Mjöll Hólm., Garðari Guðmundssyni. Magnús Magnússon frá ÚÚ stjórnaði fjörinu. Frábært kvöld.
Félag eldri borgara í Kópavogi hefur tekið frá 60 sæti á söngleikinn Deleríum Búbónis sem sýndur verður í Borgarleikhúsinu laugardaginn 9. desember kl. 20.00. Þeir sem hafa áhuga þurfa að skrá sig á lista sem eru í félagsmiðstöðvunum og á skrifstofu FEBK í Gullsmára 9, en þar er opið á mánudögum og miðvikudögum kl. 10:30…