Allir skemmtu sér konunglega á Úrval Útsýn skemmtuninni í Gullsmáranum 2. nóvember s.l. Fullur salur af fólki og mikið sungið og dansað. Skemmtilegt kvöld með Hjördísi Geirs, Mjöll Hólm., Garðari Guðmundssyni. Magnús Magnússon frá ÚÚ stjórnaði fjörinu. Frábært kvöld.
Author Archives: febk
Félag eldri borgara í Kópavogi hefur tekið frá 60 sæti á söngleikinn Deleríum Búbónis sem sýndur verður í Borgarleikhúsinu laugardaginn 9. desember kl. 20.00. Þeir sem hafa áhuga þurfa að skrá sig á lista sem eru í félagsmiðstöðvunum og á skrifstofu FEBK í Gullsmára 9, en þar er opið á mánudögum og miðvikudögum kl. 10:30…
3. til 7. október fóru 55 félagsmenn FEBK í afar vel heppnaða borgarferð til Krakow í Póllandi. Farið var í skoðunarferð um borgina. Sumir heimsóttu hinar frægu saltnámur og Auswich. Síðasta kvöldið borðuðu allir saman á flottum veitingastað.
Fagnaður verður í Félagsmiðstöð Boðans 30. september kl. 14:00. Upplestur og gamanmál. Veitingar fyrir félagsmenn í boði FEBK, aðrir greiða 500 kr. Verið öll velkomin!