Category Archives: Fréttir

Opið hús í Gullsmára

Fyrsta helgaropnun félagsmiðstöðva var í dag í Gullsmára og tókst vel. Góð aðsókn og ánægja eldri borgara mikil með fyrirkomulagið. Keppt var í Boccia og spilað á spil, bridge og canasta. Sigurður var með kynningu á Ql gong og tóku margir þátt. Arnór var á sínum stað í eldhúsinu með góðgæti og auðvitað var Dóra…

Þorrablót FEBK vel heppnað

Þorrablót FEBK, sem haldið var 27. janúar, var afar vel heppnað og mættu um 100 manns í Gullsmára. MIkil ánægja var með veislustjórann Baldur Þór og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra flutti skemmtilega ræðu sem góður rómur var gerður að. Minni kvenna og karla voru gerð góð skil hjá Guðna Á og Guðrúnu Pétursdóttur. Maturinn frá…

Við áramót. Fyrrverandi félagar í samfloti?

Helgi Pétursson formaður LEB skrifar pistilinn: Við félagar í LEB – Landssambandi eldri borgara, stjórn þess, kjaranefnd og 55 félög eldra fólks um allt land höfum gengið frá sameiginlegri stefnu í kjaramálum og kynnt hana á fjölmörgum fundum víða um land. Umfangsmesta kynningin var á málþingi í Reykjavík núna í haust sem var mjög fjölsótt…

Framlag til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs

Nýlega áskotnaðist Félagi eldri borgara í Kópavogi nokkuð magn af frosnu hangikjöti, kalkúnabringum, grænmeti o.fl. Ákveðið var að þessi matvæli væru best komin í höndum Mæðrastyrksnefndar Kópavogs til úthlutunar til skjólstæðinga nefndarinnar núna fyrir jólin. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs samanstendur af frábærum konum sem leggja nefndinni lið gegnum sjálfboðavinnu. Víð hvetjum félagsmenn FEBK til að láta eitthvað…