Fyrsta helgaropnun félagsmiðstöðva var í dag í Gullsmára og tókst vel. Góð aðsókn og ánægja eldri borgara mikil með fyrirkomulagið.
Keppt var í Boccia og spilað á spil, bridge og canasta. Sigurður var með kynningu á Ql gong og tóku margir þátt.
Arnór var á sínum stað í eldhúsinu með góðgæti og auðvitað var Dóra mætt til að aðstoða.
Góður dagur og vel heppnaður.
Næsta helgaropnun verður laugardaginn 17. febrúar í Gjábakka.