Framlag til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs

Nýlega áskotnaðist Félagi eldri borgara í Kópavogi nokkuð magn af frosnu hangikjöti, kalkúnabringum, grænmeti o.fl. Ákveðið var að þessi matvæli væru best komin í höndum Mæðrastyrksnefndar Kópavogs til úthlutunar til skjólstæðinga nefndarinnar núna fyrir jólin. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs samanstendur af frábærum konum sem leggja nefndinni lið gegnum sjálfboðavinnu. Víð hvetjum félagsmenn FEBK til að láta eitthvað af hendi rakna til nefndarinnar hafi þeir tök á því.
Frá afhendingu gjafarinnar (frá vinstri): Guðrún Björg Tómasdóttir ritari Mæðrastyrksnefndar, Geir Þórðarson og Baldur Þór Baldvinsson frá FEBK og Anna Kristjánsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Kópavogs.