Framlag til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs

Nýlega áskotnaðist Félagi eldri borgara í Kópavogi nokkuð magn af frosnu hangikjöti, kalkúnabringum, grænmeti o.fl. Ákveðið var að þessi matvæli væru best komin í höndum Mæðrastyrksnefndar Kópavogs til úthlutunar til skjólstæðinga nefndarinnar núna fyrir jólin. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs samanstendur af frábærum konum sem leggja nefndinni lið gegnum sjálfboðavinnu.
 
Frá afhendingu gjafarinnar (frá vinstri): Guðrún Björg Tómasdóttir ritari Mæðrastyrksnefndar, Geir Þórðarson og Baldur Þór Baldvinsson frá FEBK og Anna Kristjánsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Kópavogs.