Þorrablót FEBK vel heppnað

Þorrablót FEBK, sem haldið var 27. janúar, var afar vel heppnað og mættu um 100 manns í Gullsmára. MIkil ánægja var með veislustjórann Baldur Þór og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra flutti skemmtilega ræðu sem góður rómur var gerður að. Minni kvenna og karla voru gerð góð skil hjá Guðna Á og Guðrúnu Pétursdóttur. Maturinn frá Skútunni var mjög góður og allir fengu nóg. Happdrættisvinningar voru mjög flottir. Ari Jóns og Birgir léku fyrir dansi – Allir skemmtu sér vel og gleðin var við völd þetta kvöld.