Virkni og vellíðan í félagsmiðstöðvum

Við byrjum árið á því að setja hér dagskrá fyrir Virkni og Vellíðan í félagsmiðstöðvum bæjarins, en nú ætlum við að bjóða upp á þjálfun 2x í viku þar sem lögð er áhersla á styrk, þol, liðleika og jafnvægi. Um er að ræða hópþjálfun undir handleiðslu Elísu Weisshappel en hún hefur verið með æfingarnar í félagsmiðstöðvunum áður.
Æfingarnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu eins og staðan er í dag og hvetjum við alla sem hafa áhuga að mæta og efla líkama og sál.

Boðaþing
Miðvikudaga kl. 9:45 og föstudaga kl. 13:45

Gullsmári
Miðvikudaga og föstudaga kl. 10:45

Gjábakki
Miðvikudaga og föstudaga kl. 12:45