Laugardaginn 21. sept. var opið hús í Boðanum á vegum FEBK. Mæting var mjög góð, yfir 100 manns komu. Aðsóknin var svo góð að bæta þurfti við stólum. Dagskráin hófst með bingói sem Þóra Kristjánsdóttir stjórnaði að snilld að venju. Þá kom sönghópurinn SÖNGELSKUR sem söng og spilaði nokkur vel valin lög sem allir þekkja….
Author Archives: febk
Söngvinir er blandaður kór sem æfir í Gjábakka á mánudögum kl. 16:30 til 18:30. Kórinn óskar eftir karlaröddum bassa, bariton og tenor. Einnig kvennröddum í sópran 1 og sópran 2. Söngglaðir eru beðnir um að hafa samband við Tómas Guðmundsson í síma 897-2689. 🎶 Komdu og vertu með í gleðinni 🎶
Sunnudaginn 25. ágúst var farin ferð á slóðir Egils Skallgrímsson og Mýramanna. Ferðin var mjög vel heppnuð og allir ánægðir þegar komið var aftur í Kópavog.
Haldið verður í Borgarnes þar sem gerður verður stuttur stans. Síðan ekið í Sandvík þar sem Skallagrímur þreytti kapp við Egil og Þórð Granason og Þorgerður Brák blandaði sér í með eftirminnilegum hætti. Þá er ekið heim að Borg á Mýrum og gengið á Borgina og litið eftir því hvort Steinar á Ánabrekku hefur látið…
Nú geta félagsmenn FEBK nýtt sér afsláttarappið SPARA til að skoða alla afslætti og tilboð sem eru í appinu. Allir afslættirnir, sem eru í Afsláttarbókinni 2024 eru líka aðgengilegir í gegnum SPARA. Hægt er að nálgast appið bæði í App store fyrir iPhone og iPad notendur, og í Play store fyrir notendur sem hafa Android…
Úthlutað var úr Forvarnarsjóði Kópavogs í lok júní. Að þessu sinni fengu þrjú verkefni styrk. Félag eldri borgara í Kópavogi fékk styrk til að útrýma einsemd og einveru eldra fólks í Kópavogi, með áherslu á viðburði, fræðsluerindi og hreyfingu. Soroptimistaklúbbur Kópavogs fékk styrk til að bæta aðstöðu Dvalar samfélagshúss, sem býður upp á aðstöðu fyrir…