SPARA-appið og rafrænt tilboðskort fyrir félagsmenn FEBK

Nú geta félagsmenn FEBK nýtt sér afsláttarappið SPARA til að skoða alla afslætti og tilboð sem eru í appinu. Allir afslættirnir, sem eru í Afsláttarbókinni 2024 eru líka aðgengilegir í gegnum SPARA.
Hægt er að nálgast appið bæði í App store fyrir iPhone og iPad notendur, og í Play store fyrir notendur sem hafa Android síma eða Android spjaldtölvu. Smelltu á tengilinn hér fyrir neðan til að opna leiðbeiningar um uppsetningu og notkun appsins.
Rafrænt tilboðskort
Innifalið í SPARA appinu er rafrænt tilboðskort sem félagsmenn geta framvísað í stað plastkortsins. Núverandi félagsskírteini gildir einnig áfram til 31. mars 2025. Smella þarf á merki LEB til að kalla kortið fram í appinu.