Við byrjum árið á því að setja hér dagskrá fyrir Virkni og Vellíðan í félagsmiðstöðvum bæjarins, en nú ætlum við að bjóða upp á þjálfun 2x í viku þar sem lögð er áhersla á styrk, þol, liðleika og jafnvægi. Um er að ræða hópþjálfun undir handleiðslu Elísu Weisshappel en hún hefur verið með æfingarnar í…
Category Archives: Fréttir
Helgi Pétursson formaður LEB skrifar pistilinn: Við félagar í LEB – Landssambandi eldri borgara, stjórn þess, kjaranefnd og 55 félög eldra fólks um allt land höfum gengið frá sameiginlegri stefnu í kjaramálum og kynnt hana á fjölmörgum fundum víða um land. Umfangsmesta kynningin var á málþingi í Reykjavík núna í haust sem var mjög fjölsótt…
Nýlega áskotnaðist Félagi eldri borgara í Kópavogi nokkuð magn af frosnu hangikjöti, kalkúnabringum, grænmeti o.fl. Ákveðið var að þessi matvæli væru best komin í höndum Mæðrastyrksnefndar Kópavogs til úthlutunar til skjólstæðinga nefndarinnar núna fyrir jólin. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs samanstendur af frábærum konum sem leggja nefndinni lið gegnum sjálfboðavinnu. Víð hvetjum félagsmenn FEBK til að láta eitthvað…
Nú liggja fyrir niðurstöður úr undirskriftasöfnun FEBK með áskorun til bæjarstjórnar Kópavogs um að hafa félagsheimili eldri borgara opin um helgar. Um 700 manns skrifuðu undir áskoruna. Búið er að afhenda bæjarstjórn undirskriftalistana ásamt bréfi frá FEBK. Það er félaginu mikil vonbrigði að bæjarstjórn Kópavogs ætlar ekki að verða við eðlilegum og sanngjörnum óskum okkar…
Jólahlaðborð var haldið í Gullsmára í dag 8. des. Mjög góð mæting og góðum mat gerð góð skil. Jólahlaðborð var í Gjábakka fimmtudaginn 7. des. og jólahlaðborð verður í Boðanum 15. desember.