Félagsmenn á ferð í Riga í Lettlandi

Dagana 27. – 31. maí stóð FEBK fyrir ferð til Riga í Lettlandi. 30 félagsmenn fóru í ferðina.
Riga, er stærsta borg Eystrasaltsríkjanna. Íbúar borgarinnar eru um 700.000 eða þriðjungur íbúa landsins. Gamli bærinn í borginni er aldagamall og er á heimsminjaskrá UNESCO. Gist var á Radisson Blu Latvija Conference. Flott hótel og mjög vel staðsett. Sameiginlegur kvöldverður á veitingastaðnum Kalku Varti. Farið var í skoðunarferð um gamla bæinn með leiðsögn og komið við í Black Magic Bar í vínsmökkun, Black Macic Balsam. Skoðunarferð til Jurmala ásamt hádegisverði á hóteli þar í ferðinni
Fararstjóri var Margrét Halldórsdóttir. formaður FEBK.