Author Archives: febk

Árgjald 2025

Búið er að senda kröfu vegna félagsgjalds fyrir árið 2025 í netbanka. Árgjaldið er óbreytt frá fyrra ári, kr. 4.000. Gjalddagi er 15. febrúar og eindagi 1. mars. Byrjað verður að dreifa félagsskírteinum til félagsmanna sem hafa greitt árgjaldið í byrjun mars. Núverandi félagsskírteini gildir til 31. mars 2025 en nýja skírteinið gildir til 31….

Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál Gráa hersins gegn íslenska ríkinu til efnismeðferðar

Í nóvember 2022 kvað Hæstiréttur upp dóm í málum Gráa hersins og þriggja ellilífeyristaka gegn íslenska ríkinu vegna skerðinga ellilífeyris almannatrygginga. Dómurinn féll ríkinu í vil, en hann  var strax kærður til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasbourg. Nú hefur dómstóllinn tilkynnt að hann hyggist taka tiltekna þætti kærunnar til efnismeðferðar. Með dómnum hafnaði Hæstiréttur öllum röksemdum…

Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur?

Ísland færist hratt í átt að stafrænum heimi þar sem samskipti við hið opinbera fara fram á vettvangi eins og heilsuvera.is og island.is. Þó að þessi þróun bjóði upp á aukin lífsgæði fyrir marga eru hópar í samfélaginu sem eiga erfitt með að fóta sig í stafrænni veröld. Hér vil ég nefna sérstaklega eldra fólk,…

Félagsheimili eldri borgara um helgar

Þann 8. október sl. sendi Baldur Þór Baldvinsson, fulltrúi FEBK í öldungaráði, bréf til bæjarstjórnar Kópavogs þar sem óskað var eftir stuðningi Kópavogsbæjar við það verkefni að hafa félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi opnar um helgar. Úrdráttur úr bréfinu: “Eitt af baráttumálum Félags eldri borgara í Kópavogi er að útrýma einsemd og einveru eldra fólks eins…