Category Archives: Fréttir

Söngvinir

Söngvinir er blandaður kór sem æfir í Gjábakka á mánudögum kl. 16:30 til 18:30. Kórinn óskar eftir karlaröddum bassa, bariton og tenor. Einnig kvennröddum í sópran 1 og sópran 2. Söngglaðir eru beðnir um að hafa samband við Tómas Guðmundsson í síma 897-2689. 🎶  Komdu og vertu með í gleðinni  🎶

Félag eldri borgara í Kópavogi fékk styrk til að útrýma einsemd og einveru eldra fólks

Úthlutað var úr Forvarnarsjóði Kópavogs í lok júní. Að þessu sinni fengu þrjú verkefni styrk. Félag eldri borgara í Kópavogi fékk styrk til að útrýma einsemd og einveru eldra fólks í Kópavogi, með áherslu á viðburði, fræðsluerindi og hreyfingu. Soroptimistaklúbbur Kópavogs fékk styrk til að bæta aðstöðu Dvalar samfélagshúss, sem býður upp á aðstöðu fyrir…