Söngvinir er blandaður kór sem æfir í Gjábakka á mánudögum kl. 16:30 til 18:30. Kórinn óskar eftir karlaröddum bassa, bariton og tenor. Einnig kvennröddum í sópran 1 og sópran 2. Söngglaðir eru beðnir um að hafa samband við Tómas Guðmundsson í síma 897-2689. 🎶 Komdu og vertu með í gleðinni 🎶
Category Archives: Fréttir
Sunnudaginn 25. ágúst var farin ferð á slóðir Egils Skallgrímsson og Mýramanna. Ferðin var mjög vel heppnuð og allir ánægðir þegar komið var aftur í Kópavog.
Haldið verður í Borgarnes þar sem gerður verður stuttur stans. Síðan ekið í Sandvík þar sem Skallagrímur þreytti kapp við Egil og Þórð Granason og Þorgerður Brák blandaði sér í með eftirminnilegum hætti. Þá er ekið heim að Borg á Mýrum og gengið á Borgina og litið eftir því hvort Steinar á Ánabrekku hefur látið…
Nú geta félagsmenn FEBK nýtt sér afsláttarappið SPARA til að skoða alla afslætti og tilboð sem eru í appinu. Allir afslættirnir, sem eru í Afsláttarbókinni 2024 eru líka aðgengilegir í gegnum SPARA. Hægt er að nálgast appið bæði í App store fyrir iPhone og iPad notendur, og í Play store fyrir notendur sem hafa Android…
Úthlutað var úr Forvarnarsjóði Kópavogs í lok júní. Að þessu sinni fengu þrjú verkefni styrk. Félag eldri borgara í Kópavogi fékk styrk til að útrýma einsemd og einveru eldra fólks í Kópavogi, með áherslu á viðburði, fræðsluerindi og hreyfingu. Soroptimistaklúbbur Kópavogs fékk styrk til að bæta aðstöðu Dvalar samfélagshúss, sem býður upp á aðstöðu fyrir…