Vorsýningar í Gjábakka og Gullsmára. Myndlistasýning í Boðanum

Vorsýningar voru í Gullsmára og Gjábakka í gær og myndlistasýning í Boðanum. Til sýnis var margvíslegt handverk og listmunir sem unnir hafa verið í vetur.
 
Í Gjábakka voru viðfangsefnin tréskurður, bókband, postulínsmálun, handavinna og vatnlitamálun.
 
Í Gullsmára voru viðfangsefnin ljósmyndir, handavinna, tréskurður, myndlist, bútasaumur, postulínsmálun, fluguhnýtingar og málm- og silfursmíði.
 
Í Boðanum var haldin myndlistasýning, Handverkssýning verður þar 24. maí.
 
Allir munir á sýningunum vel unnir og glæsilegir. Kaffi og kleinur í boði á öllum stöðum.
 
Smellið á mynd til að skoða stærri útgáfu.