Viðbótarsæti til Krakow 3. – 7. október 2023

Öll sæti í ferð okkar til Krakow seldust upp og greinileg eftirspurn er eftir að komast í ferðina svo málið var athugað betur.
Viðbótarsæti fengust en á aðeins hærra verði en þau fyrri.
Skráningarlistar eru í félagsmiðstöðvunum og einnig er hægt að skrá sig á skrifstofunni.

Athugið að það þarf að greiða staðfestingargjaldið 40.000 kr/mann fyrir 5. apríl n.k. á skrifstofunni á opnunartíma hennar.
Skrifstofan er opin á mánu- og miðvikudögum kl 10:00 – 11:30.