Strandpartý í Boðanum

Það var mikið fjör í félagsmiðstöðinni Boðanum föstudaginn 20. mars. Þá var haldið STRANDPARTÝ. Partýdýrin í Boðanum mættu í strandgallanum og skemmtu sér konunglega. Spiluð var hressandi sumartónlist og gestir sungu og dönsuðu með. Drykkir og snakk voru í boði. Rífandi Tene-stemning.