Söguganga um Kópavogsdal

Kópavogs og Félag eldri borgara í Kópavogi efna til sögugöngu um Kópavogsdalinn fimmtudaginn 15. júní n.k .

Gengið verður frá íþróttasvæði Breiðabliks, þar eru næg bílastæði. Lagt verður af stað kl. 17:00 og áætlað að koma til baka 18:30. Gengið verður austur dalinn norðan megin lækjar og til baka sunnan megin. Á leiðinni eru margir áhugaverðir staðir sem sagt verður frá.

Alltaf er vel þegið að göngufólk grípi hljóðnemann og bæti við þekkingu og sögum um svæðið. Gott er að vera vel búin og hafa með sér drykkjarföng því ekki er ráðlegt að fá sér vatn úr læknum.

Með kærri kveðju og von um að við sjáumst sem flest.

SFK og FEBK