Söguganga um Kópavogsdal tókst vel

Sögufélag Kópavogs og Félag eldri borgara í Kópavogi efndu til sögugöngu um Kópavogsdalinn fimmtudaginn 15. júní s.l. Gengið var frá Fífunni í góðu veðri undir góðri leiðsögn Frímanns Helgasonar. Um 50 manns tóku þátt í göngunni. Mjög skemmtileg og fróðleg ganga.