Skemmtileg ferð í Guðmundarlund

20. júní, fóru eldri borgarar í Kópavogi í Guðmundarlund. Þar var samverustund milli kl. 14 og 16 í samstarfsverkefni FEBK, Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar.

Rútur komu með fólk frá félagsmiðstöðvunum og fjölmargir komu líka á eigin bílum. Áætlað er að 220 manns hafi verið á samkomunni sem er meiri fjöldi en í fyrra, þá voru um 200 manns. Boðið var upp á drykki, brauð og ávaxtabita og var öllu gerð góð skil. Gleðigjafarnir Gulli og Siggi og Ingvar að auki þöndu nikkurnar og fólk söng og söng. Veðrið var gott, þurrt og hlýtt en að mestu sólarlaust. Þessi samvera tókst frábærlega vel í alla staði og gleðisvipur á öllum þegar fólkið okkar hélt heimleiðis.

Myndin var tekin í lokin þegar búið var að ganga frá en á henni er margt af því fólki sem bar þungann af framkvæmdinni.