Skemmtiferð í Guðmundarlund

Hin árlega skemmtiferð FEBK, Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar í Guðmundarlund var farin 18. júní. Rúmlega 230 félagsmenn voru skráðir í ferðina.Veðrið var þungbúið og rigning af og til og því fór skemmtunin fram að mestu innandyra og var bekkurinn þétt setinn.
 
Gleðigjafarnir Gulli og Siggi, harmónikkuleikarar, ásamt Óla Grindvíkingi gítarleikara, sáu um að skemmta fólki. Dóra og Kristján tóku lagið með þeim eins og þeim er einum lagið. Boðið var upp á litlar samlokur og létta drykki og gos.
 
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Kristinn H. Þorsteinsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs og Geir Þórðarson formaður Félags eldri borgara í Kópavogi fluttu stutt ávörp.
 
Góður dagur í alla staði og skemmtileg hefð. Best af öllu var þó að hitta vini og félaga og spjalla.
 
Smelltu á mynd til að skoða hana stærri.