OPIÐ Í GULLSMÁRA Á LAUGARDAGINN 8. FEB.

Opið verður í Gullsmára í hádeginu 8. febrúar kl. 12:00-14:00. Í boði verður súpa og brauð á mjög vægu verði, aðeins kr. 500. Heitt á könnunni. Tilvalið að stytta daginn með því að koma og fá heita súpu og hitta vini, taka í spil eða handavinnu eða bara spjalla.
Fólk sem venjulega sækir félagsmiðastöðvar í Gjábakka eða Boðanum er velkomið í Gullsmára á laugardaginn. Næst verður laugardagsopnun í Gjábakka 15. febrúar.
Laugardagsopnarnir í félagmiðstöðvum hafa verið baráttumál Félags eldri borgara í Kópavogi lengi og það er mikið ánægjuefni að samkomulag og samstarf hefur náðst við Kópavogsbæ um þetta verkefni. Kópavogur er eina bæjarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem hefur opnar félagsmiðstöðvar á laugardögum. Félagið þakkar Kópavogsbæ fyrir gott samstarf.