Nýr formaður FEBK

Á aðalfundi FEBK 21. mars 2023 lét Ragnar Jónasson af formennsku og Margrét Halldórsdóttir tók við sem nýr formaður. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt.

Á fundinum var árgjaldið fyrir árin 2023 og 2024 ákveðið 4.000 kr. fyrir hvort ár.
Ný félagsskírteini í nýjum lit verða tilbúin fljótlega og innheimta félagsgjalda er að fara í bankainnheimtu. Þegar félagar hafa greitt árgjaldið geta þeir sótt skírteinin á skrifstofuna.

Endurskoðuð lög fyrir FEBK voru samþykkt á fundinum og vonandi verða þau aðgengileg ykkur hér á heimasíðunni fljótlega.

Sem fráfarandi formaður þakka ég félögum í FEBK samstarfið og kynningu s.l. þrjú ár og óska nýjum formanni og félaginu velfarnaðar í framtíð.
Ragnar Jónasson.