Föstudaginn 7. mars nk. kl. 13:00 mun Kristján Gíslason, Hringfarinn, halda erindi fyrir Félag eldri borgara Kópavogs í Gullsmára 13.
Kristján mun segja frá einstöku ferðalagi sínu, þar sem hann fór einn á mótorhjóli umhverfis jörðina. Þetta er ekki saga hraðaksturs heldur þroskasaga miðaldra manns sem veitir innsýn í mannlíf og menningu heimsins frá sjónarhóli ferðalangs á tveimur hjólum.
Kristján er fyrsti Íslendingurinn til að fara einn á farartæki umhverfis jörðina.