Haustlitaferð

Lagt var af stað úr Kópavogi rúmlega 9 þriðjudaginn 7. okt. Fyrsta stopp var á Hakinu á Þingvöllum. Tilgangur ferðarinnar var m.a. að skoða haustlitina á Þingvöllum en því miður var laufið að mestu fallið og því litadýrðin ekki sú sem við áttum von á.
Eftir stoppið á Þingvöllum lá leiðin um Lyngheiðina að Sólheimum í Grímsnesi. Á veitingahúsinu Grænu könnunni fengum við hina þekktu og vinsælu Sólheimatómatsúpu, nýbakað bauð og döðlupestó/smjör. Uppáhellt kaffi og hjónasælubita á eftir. Síðan var gengið að Sólheimahúsi þar sem er sögusýning um ævi og starf Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima. Sólheimahús er fyrsta húsið sem byggt var á staðnum undir starfsemi og hugsjónir Sesselju og var heimili hennar alla tíð en Sesselja lést 8. nóvember 1974.
Því næst lá leiðin að Eyrarbakka þar sem Lýður Pálsson sagnfræðingur tók á móti okkur við Húsið á Eyrarbakka þar sem hann fræddi okkur um sögu hússins. Lýður fylgdi okkur að Rjómabúinu á Baugsstöðum sem var mjög fróðlegt að sjá.
Ferðanefnd FEBK sá um undirbúning og framkvæmd ferðarinnar og þar fóru fremstir í flokki Baldur Þór Baldvinsson og Steini Þorvaldsson sem var leiðsögumaður. Fá þeir bestu þakkir fyrir góð störf.