Handverksýning var haldin í Boðanum laugardaginn 24. maí. Margvíslegt handverk og listmunir voru til sýnis, t.d. tréskurður, myndlist, pennasaumur, prjónað og heklað handverk, málmlist, bútasaumur og fleira.
Sönghópurinn Söngelskurnar skemmtu við góðar undirtektir gesta. Mjög skemmtilegur sönghópur.
Aðsókn var mjög góð, um 120 gestir. Kaffi og meðlæti í boði hússins. Flott sýning og góð skemmtun.
Smelltu á mynd til að skoða hana stærri.