26 félagar í FEBK lögðu af stað 19. ágúst í þriggja daga ferð um sunnanverða Vestfirði sem ferðanefnd FEBK hafði skipulagt.
Gist var í tvær nætur á Fosshótel Patreksfirði. Frábær aðstaða í alla staði og maturinn fær hæstu einkunn. Bæði á leið vestur og til baka aftur var komið við á elsta sveitahóteli landsins, Bjarkalundi, þar sem hópurinn naut góðra veitinga.
Þessi ferð heppnaðist afar vel, og veðrið eins og best gerist. Farið var að Látrabjargi, í heimsókn í Breiðuvík, Rauðisandur heimsóttur og komið við að Hnjóti og Flugminja- og Minjasafni Egils Ólafssonar. Egill fékk fálkaorðun 1989 fyrir varðveislu menningarverðmæta. Þá var farið í Selárdal í Arnarfirði og Listasafn Samúels Jónssonar skoðað, ótrúleg upplifun að skoða þetta safn listamannsins með barnshjartað.
Baldur Þór Baldvinsson var fararstjóri og Helgi Ágústsson leiðsögumaður og stóðu þeir sig með mikilli prýði eins og þeirra var von. Kristinn Vilhelmsson tók myndirnar.
Smelltu á mynd til að skoða hana.

