Ferð um slóðir Egils Skallagrímssonar og Mýramanna.

Haldið verður í Borgarnes þar sem gerður verður stuttur stans. Síðan ekið í Sandvík þar sem Skallagrímur þreytti kapp við Egil og Þórð Granason og Þorgerður Brák blandaði sér í með eftirminnilegum hætti. Þá er ekið heim að Borg á Mýrum og gengið á Borgina og litið eftir því hvort Steinar á Ánabrekku hefur látið nautin ganga í túni Borgar. Að Borg stendur minnisvarðinn Sonartorrek. Ekið verður í vesturátt að Álftanesi á Mýrum, litið í kirkjuna og kirkjugarðinn sem sjórinn hefur saxað úr í tímans rás. Á leiðinni fræðumst við um nokkra seinni tíma Mýramenn. Í nágrenni Álftaness eru m.a. Knarrarnes þar sem Skallagrímur kom að landi, Þormóðssker, Kóranes og Skorraey sem koma við sögu. Ekið verður fram hjá Straumfirði þar sem franska rannsóknarskipið Pourquoil Pas fórst 1936.

Eftir góðan  hádegisverð eru rifjuð upp samskipti Grettis við Mýramenn og ekið í átt að fjöllum. Við Grímsstaðamúla er komið við á Sólvöllum sem er næsti bær við Grenja. Þar dreymdi Þorstein Egilsson fyrir örlögum Helgu fögru dóttur sinnar og sagt er frá í Gunnlaugssögu Ormstungu. Þá eru hinar eiginlegu Mýrar kvaddar og ekið að Hvítárvöllum sem eru sunnan megin við Hvítá. Þar drap Egill sinn fyrsta mann, 7 ára gamall við mikla aðdáun móður sinnar.

Við förum í Skallagrímsgarð og snæðum síðan súpu í Landnámssetrinu áður en haldið er til baka.

  • Áætluð heimkoma er um kl. 20:00
  • Verð kr. 15.500.-
  • Afbókunargjald ef hætt er við innan tveggja vikna fyrirvara kr. 4000.-
  • Leiðsögufólk: Baldur Hafstað og Anna Kristín Sigurðardóttir.
  • Lagt af stað frá Gjábakka kl. 08:15, Gullsmára kl. 08:30 og Boðanum kl. 08:45.

Reikningur 0536-26-000685 kt. 431189-2759

Smelltu hér til að skrá í ferðina.