Þriðjudaginn 27. maí kl. 10:00 var lagt af stað frá Gullsmára og ferðinni heitið á Reykjanes. Leiðsögumaður í ferðinni var Jónatan Garðarsson, útvarpsmaður með meiru. Hann er mjög fróður um jarðfræði og sögu svæðisins.
♦
Fyrst lá leiðin um Krýsuvíkurveg að Kleifarvatni, þar var stoppað á Syðristapa þar sem gott útsýni er yfir vatnið. Hverasvæðið við Seltún var skoðað og síðan haldið áfram að Krýsuvíkurkirkju.
♦
Það var mikið áfall er Krýsuvíkurkirkja brann til kaldra kola þann 2. janúar 2010. Í kjölfar þeirra tíðinda var augljóst að margir báru sterkar taugar til kirkjunnar. Ákveðið var að ráðast í endursmíði kirkjunnar. Stofnað var Vinafélag Krýsuvíkurkirkju sem Jónatan Garðarsson leiddi með það að markmiði að byggja nýja kirkju í upprunalegri mynd. Jónatan er því mjög fróður um kirkjuna.
♦
Þegar komið var til Grindavíkur sáum við hús sem eyðulögðust í stóra jarðskálftanum í nóvember 2023. Það var hrikalegt að sjá hvernig sum hús voru illa farin. Hádegisverður var fram borinn á Sjómannastofunni Vör. Það var gott hlaðborð með mörgum réttum og kaffi á eftir.
♦
Næsti áfangastaður var Reykjanesviti. Sama dag og við komum var verið að opna nýtt safn um vitann og sjóslys á Reykjanesi. Eiríkur P. Jörundsson, sagnfræðingur, tók á móti okkur og sagði okkur frá sýningunni og frá gamla vitanum á Valahnjúk. Bláa lónið hefur styrkt uppsetningu safnsins. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, bauð gesti velkomna og bauð gestum upp á kaffi og kruðerí. Takk fyrir okkur.
♦
Nú lá leiðin að Höfnum. Þar skoðum við akkerið úr skipinu Jamestown sem strandaði fyrir utan Hafnir í júnímánuði árið 1881 og síðan var haldið áfram í átt að Sandgerði þar sem Hvalsneskirkja var skoðuð.
♦
Margrét Halldórsdóttir var fararstjóri hópsins og leysti það verkefni með prýði. Komið var aftur heim í Kópavog um kl. 18:00.
Smelltu á mynd til að skoða stærri útgáfu.