Mikið fjör var á opnu hús í Gjábakka í dag. Um 100 manns kíktu við og nutu samveru og skemmtunar. Bocciakennsla, sýning á verkefnum úr Skapandi endurnýtingu og bingó. Flott taska úr Skapandi endurnýtingu í fyrsta vinning í bingóinu. Glæsilegar konur og myndarlegir karlar með hatta. Kaffi og nóg af fínu bakkelsi í boði.
Opin hús í félagsmiðstöðvum eldri borgara á laugardögum eru að heppnast mjög vel.