28. júní stóð ferðanefnd fyrir ferð um Dalabyggð, svokallaðan Gullna söguhringinn. Fyrsti viðkomustaður var Erpsstaðir þar sem hægt var að kaup ís sem framleiddur er á staðnum. Fengum við góða frásögn um starfsemin búsins. Hólmar, bílstjóri okkar, fyrrum eigandi Erpsstaða kunni góð skil á því sem fyrir augu bar á ferð okkar.
Því næst lá leiðin í Búðardal þar sem skoðuð var Vínlandssýningin og léttur hádegisverður í boði. Hjarðarholtskirkja var næsti viðkomustaður. Þar tók Melkorka Benediktsdóttir á móti okkur og fræddi okkur um kirkjuna. Í hópi ferðafélaga voru fjórir Dalamenn sem voru skírði eða fermdir í kirkjunni (sjá mynd).
Við veginn sem liggur vestur Fellsströnd er Krosshólaborg. Af borginni er gott útsýni. Sagt er að landnámskonan Auður djúpúðuga, sem nam land í Dölum, hafi farið þangað til bænahalds og var um það leyti mikil átrúnaður á klettaborginni, þar sem talið er að Auður hafi látið reisa krossa, enda kristin. Kvenfélagskonur í Dölum reistu minnisvarða, steinkross um Auði djúpúðugu árið 1965 og sumarið 2008 var sett upp söguskilti á staðnum.
Haldið var áfram vestur Fellsströnd og komið við á Staðarfelli og Skarði. Á Nýp tóku á móti okkur hjónin Þóra og Sumarliði. Það fengum við smá næringu. Viðbætur og nýbyggingar á Nýp hafa ratað í heimsfréttir, en dóttir hjónanna, Sigrún hefur fengið margvísleg alþjóðleg verðlaun fyrir hönnunina.
Síðasti viðkomustaðurinn á hringnum var á Dalahóteli á Laugum í Sælingsdal þar sem við fengum góðan kvöldmat áður en lagt var af stað í Kópavoginn.
Við vorum svo lánsöm að hafa fengið Guðrúnu Ágústsdóttur sem sjá um leiðsögn í ferðinni. Var frásögn hennar mjög fróðleg og skemmtileg.