Laugardaginn 21. sept. var opið hús í Boðanum á vegum FEBK. Mæting var mjög góð, yfir 100 manns komu. Aðsóknin var svo góð að bæta þurfti við stólum. Dagskráin hófst með bingói sem Þóra Kristjánsdóttir stjórnaði að snilld að venju. Þá kom sönghópurinn SÖNGELSKUR sem söng og spilaði nokkur vel valin lög sem allir þekkja. Mjög góð skemmtun sem fólk kunni vel að meta. Að söng loknum var boðið upp á kaffi og meðlæti. Bjarnfríður Sverrisdóttir og Þóra Kristjánsdóttir voru búnar að baka dýrindis tertur og pönnukökur. Reynir bakari gaf okkur vínarbrauð og snúða. Skemmtinefnd FEBK og aðstoðarfólk sá um að allir fengu kaffi og vel af meðlætinu. Takk fyrir Stefanía, Guðni, Jóhanna, Baldur og Sigrún og takk Fríða og Þóra fyrir baksturinn. Það er óhætt að segja að þetta fyrsta opna hús vetrarins hafi tekist mjög.