Félag eldri borgara í Kópavogi fékk styrk til að útrýma einsemd og einveru eldra fólks

Úthlutað var úr Forvarnarsjóði Kópavogs í lok júní. Að þessu sinni fengu þrjú verkefni styrk.

Félag eldri borgara í Kópavogi fékk styrk til að útrýma einsemd og einveru eldra fólks í Kópavogi, með áherslu á viðburði, fræðsluerindi og hreyfingu.

Soroptimistaklúbbur Kópavogs fékk styrk til að bæta aðstöðu Dvalar samfélagshúss, sem býður upp á aðstöðu fyrir ungt fólk til að rjúfa félagslega einangrun fólks með andlegar og geðrænar áskoranir.

Atli Albertsson íþróttafræðingur fékk síðan styrk til að að koma upp rafrænu æfingaforriti til að nýta við heilsuhring í Kópavogi, og þannig bæta við æfingum þar sem áhersla er á liðleika, styrktar- og jafnvægisæfingar. Um leið skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan íbúa í Kópavogi.