Contact event manager
Book your tickets
AÞENA OG KENTÁRINN; mynd eftir Botticelli Gullsmára, 29. jan kl. 13:00.
13:00 - 14:00
29/01/2025
000000
MYND OG SAGA: Erindaröð Jóns Björnssonar
Jón Björnsson er sálfræðingur og rithöfundur og hefur um langt skeið haldið námskeið og fyrirlestra um ýmis efni, m.a. á vegum Endurmenntunar HÍ, félagsins U3A, Reykjavík, Bókasafns Kópavogs, Ríkisútvarpins og í fjölmörgum félögum. Hann mun flytja röð fyrirlestra á vegum FEBK á næstunni. Þar verða tengdar saman mynd og saga en efnin eru oftast sótt í ferðalög, listir og sögu.
AÞENA OG KENTÁRINN; mynd eftir Botticelli Gullsmára, 29. jan kl. 13:00.
Hvað er á myndinni? Málarinn Botticelli frá Flórens og hvernig Venus varð til. Einkennileg fæðing gyðjunnar Aþenu. Hrapalegar ófarir köngulóar. Vopnið bitra; atgeir. Hvað varð eiginlega um atgeir Gunnars á Hlíðarenda? Hvernig tengist hann breskum botnvörpungi? Kentár eða mannfákur. Það er vandasamt að tengja tvær dýrategundir saman í eina.. Hvernig urðu kentárar til? Stuttur útúrdúr um neðsta og allaraversta helvítið. Nokkrir blendingar manna og dýra; t.d. hafmeyjar, hesturinn Búrak og Freistarinn sjálfur.