Ljóðahópur gjábakka

 

Óður til lífsins

(Ort til eiginmannsins, Hauks Hannibalssonar, á 30 ára brúðkaupsafmæli þeirra.)

Sigurbjörg Björgvinsdóttir

 

Heimaslóðir

 

Öll þessi blátóna fegurð

sem umvefur heimabyggðina.

Blátt haf blár himinn

blár fjallahringur.

Þú lokar augunum

til að varna tárunum

að brjótast fram

sjötíu ár en sársaukinn í brjóstinu hinn sami.

Þú stendur á bryggjunni og starir

á bláköflótta vestið

hans bróður þíns litla

sem liggur á botninum

við bryggjusporðinn.

Blátt haf blár himinn

blár fjallahringur

og hyldjúpur sársauki.

 

Heiður Gestsdóttir (1930–2024)

Ljóðahópur Gjábakka er sjálfsprottin starfsemi eldri borgara í Kópavogi og hefur starfað í frá síðustu aldamótum. Hópurinn hefur alla tíð haft að­stöðu í Gjábakka og hittist yfir vetrartímann. Skoðaðar er nýútkomnar eða eldri ljóðabækur, aðallega ísl­enskra skálda en einnig þýdd ljóð. Þá lesa félagar upp eigin rit­smíðar og ræða ljóðin. Mikil breidd er í tjáningarformi, sumir yrkja í frjálsu formi, aðrir reyna sig við hina margvíslegustu bragar­hætti eða skrifa prósaljóð, örsögur og jafnvel smásögur. Fyrir Covid lauk vetrarstarfinu með því að gefin var út bók með afrakstri vetrarins. Eins og svo margt annað breyttist það eftir faraldurinn og kom síðasta bókin út 2020.

Skáldin hafa lesið ljóð sín víða, aðallega í félagsmiðstöðvum eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. Þeir hafa jafnvel farið með ljóð sín til útlanda. Einnig hafa þeir lesið upp við ýmiss konar menningarviðburði, svo sem Menningar­nótt og Vetrarhátíð Reykjavíkur, Hamraborgarhátíð og Dögum ljóðsins í Kópavogi og Ljósanótt á Suðurnesjum. Ungir leikarar lásu eitt sinn ljóð skáldanna á sérstakri dagskrá í Bókasafninu í Grófinni.

Hópurinn hefur oftast nær talið rúmlega tuginn en farið er að fækka í honum og einungis tveir