Ljósmyndaklúbburinn Út í bláinn

Í Gullsmáranum er starfræktur ljósmyndaklúbburinn „Út í bláinn“. Klúbburinn hefur starfað þar óslitið síðan 2012. Félagarnir hittast á tveggja vikna fresti, skoða og bera saman myndir og ræða um myndbyggingu, liti og birtu, sjónarhorn og klippingu eða stærð og ýmislegt fleira. „Út í bláinn“ hefur verið með ljósmyndakvöld í Gullsmára sem hafa verið mjög vel sótt undan farin ár. Á vegg í anddyri félagsmiðstöðvarinnar hanga uppi myndir sem félagarnir hafa tekið og er reglulega skipt um þær myndir.
 
Hér verða birtar ljósmyndir mánaðarins sem teknar eru af meðlimum klúbbsins.
 
Mynd mánaðarins á Óli Elvar Einarsson. „Vetrarkyrrð og sólsetur við Reykjanes í janúar séð frá Álftanesi“.
 

Mynd mánaðarins að þessu sinni á Kristín Pálsdóttir. „Fallegur dagur við Reykjavíkurtjörn“.

.

Mynd mánaðarins að þessu sinni á Hreiðar Guðmundsson. Myndin er tekin á Blönduósi 12. júlí 2024 kl. 4:30 að morgni.

.

Mynd mánaðarins að þessu sinni á Ólafur Óskar Jónsson. Haust á Þingvöllum