Ljósmyndaklúbburinn Út í bláinn

Í Gullsmáranum er starfræktur ljósmyndaklúbburinn „Út í bláinn“. Klúbburinn hefur starfað þar óslitið síðan 2012. Félagarnir hittast á tveggja vikna fresti, skoða og bera saman myndir og ræða um myndbyggingu, liti og birtu, sjónarhorn og klippingu eða stærð og ýmislegt fleira. „Út í bláinn“ hefur verið með ljósmyndakvöld í Gullsmára sem hafa verið mjög vel sótt undan farin ár. Á vegg í anddyri félagsmiðstöðvarinnar hanga uppi myndir sem félagarnir hafa tekið og er reglulega skipt um þær myndir.
 
Hér verða birtar ljósmyndir mánaðarins sem teknar eru af meðlimum klúbbsins.
 

Mynd mánaðarins að þessu sinni á Hreiðar Guðmundsson. Myndin er tekin á Blönduósi 12. júlí 2024 kl. 4:30 að morgni.

.

Mynd mánaðarins að þessu sinni á Ólafur Óskar Jónsson. Haust á Þingvöllum