Safnaheimsókn um Suðurland

Dagskrá

Event details

  • 16/05/2024
  • 13:00 - 18:30

Contact event manager

1 2 3 4

Book your tickets

Choose tickets
$0
Bank NameAccount No: 0000 1400 1211IFSC Code: 00001321Branch Address
Back to details
Thank you Kindly

Safnaheimsókn um Suðurland

13:00 - 18:30
16/05/2024

000000

Hálfs dags ferð fimmtudaginn 16. maí 2024

Farið frá skrifstofu félagsins að Gullsmára 9 kl. 13:00 og ekið á Selfoss. Þegar þangað er komið verður byrjað á því að heimsækja Flug-, bíla- og stríðsminjasafnið sem Eyjamaðurinn Einar Pálmi Elíasson, húsasmíðameistari og iðnrekandi stofnaði.  Þetta safn varðveitir sögu Kaldaðarness- og Selfossflugvallar á ólíkum tímum, ekki síst sögu ungu drengjanna í RAF flugsveit Breta á Ölfursárbökkum á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Við heimsækjum Þingborg.  Ullarverslun í sérflokki og þar er einnig Gallerí Flói, listamannsrekin vinnustofa.

Við heimsækjum Tré og List í Forsæti og skoðum afar áhugavert gallerí þeirra hjóna Ólafs Sigurjónssonar og Bergþóru Guðbergsdóttur.  Á safninu er meðal annara fágætra muna gamla orgel Landakirkju í Vestmannaeyjum og eftirmynd af auga Lindu Pé, alheimsfegurðardrottningu, rennt og skorið út í tré.

Kaffi og meðlæti bíða okkar svo á leiðinni í Kópavoginn aftur.   Fararstjóri verður Helgi Ágústsson og áætluð heimkoma kl. 18:30.

This entry was posted in . Bookmark the permalink.