HELGAROPNUN FÉLAGSHEIMILA ELDRI BORGARA Í KÓPAVOGI.

Nú liggja fyrir niðurstöður úr undirskriftasöfnun FEBK með áskorun til bæjarstjórnar Kópavogs um að hafa félagsheimili eldri borgara opin um helgar. Um 700 manns skrifuðu undir áskoruna. Búið er að afhenda bæjarstjórn undirskriftalistana ásamt bréfi frá FEBK. Það er félaginu mikil vonbrigði að bæjarstjórn Kópavogs ætlar ekki að verða við eðlilegum og sanngjörnum óskum okkar um að hafa félagsheimilin opin um helgar. Í stað þess er áformað að hvert félagsheimili verði aðeins opið einn laugardag í mánuði, 4 klst. í senn.
Félagið skorar á bæjarstjórn Kópavogs að hafa félagsheimili eldri borgara opin a.m.k. hluta úr degi alla laugardaga.